miðvikudagur, febrúar 26, 2014

Agile námskeið


Hélt aftur Agile námskeið í samstarfi við Dokkuna. Að þessu sinni var það haldið hátt uppi á 18. hæð í Katrínarturni (hann heitir eitthvað annað en eftir að þeir skiptu um nafn á götunni/torginu get ég ekki munað það gamla ;)
Allt gekk vel, Bjartur var með í för og fékk að vera óáreittur í kaffistofunni á meðan við lékum okkur hinum megin við vegginn ;) Sjá meira á Agile síðunni minni.

föstudagur, febrúar 21, 2014

Spilahönnun


Hannaði spil fyrir Agile netið til notkunar í Planning Poker. Lagði niður þónokkrar hugmyndir og útfærði nokkrar áður en niðurstaðan varð til. Sem hönnunarlaun útbjó ég nokkra stokka merkta mér ;)

laugardagur, febrúar 08, 2014

UTMessan


Hugsmiðjan var með bás á UTMessunni í ár og Bjartur kom með mér. Honum finnst nú ekki leiðinlegt að hjálpa til við að hella uppá kaffi því hann fékk að aðstoða við það í fyrra líka.
Síðan gat hann skottast um og skoðað allt sem var í boði á meðan ég var að hella uppá og spjalla við gesti & gangandi.
Ég náði aðeins að kíkja með honum og koma honum í biðröðuna hjá CCP. Gaman að sjá hann sitjandi að leika sér í þrívíddarheimi...gaman hvað það er mikil tækni sem þau alast upp við.
Eftir daginn var hann alveg klár á hvað ætit að kaupa næst inná heimilið...þrívíddarprentara. Það hafði verið eitt það mest spennandi sem hann sá og varði miklum tíma í að fylgjast með því. Sjálfur er ég alveg sammála honum og hlakka til að þeir verði orðin almenningseign, margt sem mun breytast með tilkomu þeirra =)

sunnudagur, febrúar 02, 2014

Minecraft Bjartur


Bjartur fór á námskeið hjá Skema í Minecraft. Tveggja daga námskeið og frábært að læra aðeins meira og aðallega að hitta fleiri sem eru áhugasamir um þennan skemmtilega leik.

Þegar ég spurði hann eftir seinni daginn hvort hann hefði lært eitthvað sagði hann "Nei... eða jú eitt, að hinir strákarnir hlýða ekki" ;)

Hann er merkilega mikill nörd eins og pabbi sinn...veit ekki hvort það er gott fyrir hann að eiga svona nördapabba ;)