laugardagur, febrúar 08, 2014

UTMessan


Hugsmiðjan var með bás á UTMessunni í ár og Bjartur kom með mér. Honum finnst nú ekki leiðinlegt að hjálpa til við að hella uppá kaffi því hann fékk að aðstoða við það í fyrra líka.
Síðan gat hann skottast um og skoðað allt sem var í boði á meðan ég var að hella uppá og spjalla við gesti & gangandi.
Ég náði aðeins að kíkja með honum og koma honum í biðröðuna hjá CCP. Gaman að sjá hann sitjandi að leika sér í þrívíddarheimi...gaman hvað það er mikil tækni sem þau alast upp við.
Eftir daginn var hann alveg klár á hvað ætit að kaupa næst inná heimilið...þrívíddarprentara. Það hafði verið eitt það mest spennandi sem hann sá og varði miklum tíma í að fylgjast með því. Sjálfur er ég alveg sammála honum og hlakka til að þeir verði orðin almenningseign, margt sem mun breytast með tilkomu þeirra =)

Engin ummæli: