föstudagur, mars 28, 2003

Bína mín eldaði grjónagraut í gær...og hann var nú ekki af verri endanum, nú á ég aldrei eftir að elda grjónagraut aftur, það er komið í verkahring hennar, hann var rosalega góður, mér leið eins og ég væri kominn heim...enda var ég heima hjá henni =)
Jæja, nú þurfum við að fara að herða okkur í sparnaðnum, þurfum að standa skil á heilmiklum útgjöldum í ár, og þar er allt í lagi á meðan verið er að leiga íbúðina okkar, en þegar við verðum flutt inn á verður þetta fyrst gaman, en okkur tekst þetta á endanum, bara erfið tvö ár, vonum að þau verði ekki fleiri, og síðan ætti verður þetta betra...segir maður í dag.

Nú er setið við bjórdrykkju í Vefsýn/Hvíta Húsinu, verið að halda uppá að Siggi er kominn aftur til starfa eftir fallin lungu. Bína fór að passa Svölu án mín, Svala var víst ekki sátt við að ég mætti ekki á svæðið, enda hringdi hún í mig áðan og spjallaði aðeins :) síðan sækir Bína mig á eftir og þá förum við heim...ah, það eru nú bara meira en 12 tímar síðan ég sá hana síðast, þetta er ekki nógu gott, en fæ mér bara bjór þangað til...hann er góður líka...

sunnudagur, mars 23, 2003

Ég, Bína og Monsi kíktum niðrí bæ, fórum á Celtic að sjá Sigga syngja, og vorum komin aðeins í glas og hittum fólk sem var á sama tilverustigi. Annars var þetta nú erfiður dagur, búinn að vera alveg ónýtur í allan dag og aðallega í maganum, svona eftir atvikum hvernig heilsan er eins og menn segja á góðu læknamáli. Kítum í breiðholssundlaugina í dag, hef ekki komið þangað áður, fínar rennibrautir.

laugardagur, mars 22, 2003

Fór minnst ekki að þykjast læra stærðfærði í dag...og varð nú bara þunglyndur yfir því...en nú er búið að redda því, er búinn að setja upp 6pencarann, hann kemur manni alltaf í gott skap. Þyrfti nú að fá mér bjór í kvöld, allt of lítið gert af því þessa dagana, sjáum hvað gerist!

föstudagur, mars 21, 2003

Vaknaði í nótt við að Fréttablaðið var að koma í gegnum bréfalúguna með tilheyrandi látum. Minns var hálf sofandi í svefnmóki, klár á því að innbrotsþjófur væri í íbúðinni. Hoppaði fram úr rúminu...líklegast var að meira að drattast og fór, alsnakinn svo að það komi fram, að hafa upp á þessum óboðning....SKÍTHRÆDDUR.
Þegar ég vaknaði hélt ég að mig hefði verið að dreyma að ég hefi veirð að leita að honum því ég var svo hræddur, en Bína sagði að ég hefði farið á röltið í nótt.
Vaknaði síðar um nóttina og lokaði glugganum, í leiðinni pikkaði ég inná tölvuna þ.s. eftir farandi hafði nýlega gerst í hausnum á mér: "hestur út í garði með pípu í tunglsljósinu". Þetta var mjög merkileg sjón, en tengdist engan veginn neinu öðrum í draumnum :)

sunnudagur, mars 16, 2003

Eins árs afmæli hjá mér og Bínu í dag, og í tilefni af því B&L:


Annars var þetta fínn dagur, hefði getað eytt honum í lærdóm og rUgL en í staðin fórum við á runtinn, í Hallgrímskirkjuturn, sund og síðan út að borða, tókum síðan rólegt kvöld heima, sóttum eina mynd af netinu og horfðum á hana...reyndar sofnaði nú Bína eins og oft áður, en það er bara sætt =)

föstudagur, mars 14, 2003

Jæja, búið að vera allt of mikið að gera í vinnunni, þyrfti nú að kíkja aðeins í bækurnar við tækifæri....hahahahahahaha

USA farar frá því í fyrra ætla að hittast í kvöld á asíska staðnum sem ég man engan vegin hvað heitir, er á Laugarveginu rétt fyrir ofan Hlemm, hef heyrt góðar sögur af honum, veðrur gaman að sjá hvernig það verður.
Annars er nú mest lítið að frétta af manni, held að Swankarar séu aðeins að stressa sig of mikið þannig að kanski slökum við aðeins á þessu í bili =) enda hafa menn nóg að gera með sitt, þarf samt að ná að klára að taka upp söng á lagið mitt sem fyrst, ætla að fá Björn með mér í það og helst að láta hann syngja það, held að það verði mun betra. Ég væri nú alveg til í að leggja mig...ef ég væri með lykla af íbúðinni...þá er bara að bíða eftir að Bína fer heim :)

laugardagur, mars 08, 2003

Tókum útibandý í dag. Hittumst í morgunkuldanum hjá íþróttahúsinu og fórum inní HFN. Fyrstu leikirnir voru svoldið kaldir, en síðan skein sólin í gegn og þetta var fínasta bandý. Síðan var tekið við pottalagningar í sundi, þar sem við flökkuðum á milli heitu pottana, enda var maður alveg búinn eftir spileríið sem stóð yfir í um 2 tíma. Þetta var merkilega gott bandý, sérstaklega m.v. seinasta sumar þegar við prófuðum að spila úti í rigningu, það var ekki gaman.
Nóg að gera í dag í hitanum. Var að moka, nú er þetta allt að koma, búinn með minn hluta.

Ætlaði á Austfirðingaball, en kom ekki heim fyrr en 11, og fékk mér að éta, var að vonast til að ég myndi hressast, en var of þreyttur. Fann símann loksins þegar ég var að fara að sofa, hr. frá hinum og þessum og skilaboð...get síðan ekki sofnað þ.s. Bína er ekki hérna :(

fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég held að þetta blogger dót, forritið sem notað er til að halda utan um þetta röfl, sé að deyja, á eitthvað bágt þessa dagana.

En er á fullu að moka efni inn á nýjan vef fyrir háskóla íslands sem var að taka upp soloweb, svoldið brain killing vinna, ég ranka við mér öðru hverju og reyni að muna hver ég er :) nei nei, þetta er fínt, bara svo rosalega mikið af efni. Annars svaf ég nú aðeins út í dag áður en ég fór í skólann, þurfti að vinna upp svefnleysi seinstu daga, og er að spá í að komast fyrir miðnætti í rúmið í kvöld. Þyrfti að kaupa eitthvað í matinn, en þ.s. Bína er ekki heima nenni ég því ekki, hlýt að finna eitthvað að éta, þótt að mest allt sé nú búið...en hún kemur heima á Sunnudaginn, kaupi eitthvað áður en hún kemur :)

miðvikudagur, mars 05, 2003

Fór á smá æfingu með Bjözza í gær, tókum til og gerðum reddý fyrir boxin, var orðinn frekar þreittur þegar við hættum, stóð varla í lappirnar. Kom heim, eldaði mér smá afganga, og sofnaði svo fljótt og örugglega.

Ég og Björn fórum svo í morgun að sækja boxin. Ég átti ekki von á að þau kæmust í litla bílinn hans, hann ekki heldur...og ekki starfsmenn Flytjanda, sem horfðu á okkur og undruðumst hvernig við ætluðum að koma þessu fyrir í bílnum. Einhvernveginn tókst okkur þá að troða þeim inn og meira að segja að loka skottinu, fengum meira að segja klapp fyrir það :)

Fór að kaupa snúru fyrir boxin og tók mér það bessaleyfi að leggja þar sem mér sýndist...og vitir menn þá fékk ég stöðumælasekt uppá 2.500 kall. Hvað í andskotanum er síðan gert við þessa $, ég held að þessi blessaði fyrrverandi bæjarstóri Reykjavíkursmábæjarins fá himinháar % af þessu, og líklegast fer þetta allt í laun starfsmanna sveitarinnar. Það er allt að fara til fjandanst í þessu litla Dabbaveldi, og eins mikið og maður vill fá einhvern til að breyta til þá spyr ég, er betra að fá manneskju sem rænir almenning eða hafa áfram þann sem hlúir að ríkisuppum? Pólitík er bara rugl, fólk sem lifir í pólitík lifir í skít allan daginn, og svoleiðis fólk fer beina leið til helvítis...sem er kanski allt í lagi miðað við þær ýsingar sem trúað fólk hefur af himnaríki...sándar ekki töff.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Töff dagur í gær, 03.03.03, verst að maður gerði ekki neitt til að halda upp á hann.

En Bína fór í nótt til Edinborgar :( maður fór nú strax að sakna hennar, nú er bara að vinna og leika sér til að reyna að lifa þetta af :)

Fór í stærðfræðipróf í morgun, og verð að segja að mér gekk nú betur en ég átti von á...en ég átti nú von á að mæta og fara út á brókinni því ég skil ekkert í þessum áfanga...aðallega að ég hef ekki áhuga á honum :)

Síðan fór ég að fá nýjan straumbreyti því hann brann fyir í gærkvöldi >:

Vinna, vinna, vinna, og nú er það smá tölvuleikur, jafnvel að maður kíki með Bjözza á smá rólegheita æfingu í kvöld ef hann fer uppeftir.

sunnudagur, mars 02, 2003

Lánaði Bjözza tölvuna í gær, vonandi að hann nái að mixa betur en ég, sem hef ekki enn haft tíma til að læra almennilega á ProTool, töff ef hann myndi gera góða hluti, enda líklega með betra eyra fyrir tónlist heldur en ég =)
Er að læra undir stærðfræðipróf sem er á þriðjudaginn, damn, gæti verið í HFN að horfa á fótbolta, Liverpool gegn Unided, það hefði verið mun skemmtilegri nýting á tíma mínum...og þá hefði ég líka sloppið við að læra =) er bara ekkert að hafa neitt rosalega gaman af þessar blessuðu stærðfræði, hef ekki neina rauverulega tengungu við umheiminn í gegnum hana...hvað þá að hafa áhuga á henni. Þetta er fyrsta skiptið á æfinni sem ég hef bara ekkert gaman af stærðfræði, engan áhuga, og þoli ekki kúrsinn fyrir vikið...nú skil ég loksins hvernig svo mörgum hefur liðið =)
Nei, var Owen ekki að tryggi Liverpool sigurinn rétt í þessu =) nú hefði ég nú verið til að sitja yfir boltanum með Bödda =)
HAM í kvöld kl. 20, má ekki missa af þeim.

He he, hvað þetta er eitthvað ekki um neitt í dag, enda er maður yfir stærðfærðibókunum, hvaða innblástur á maður mögulega að fá yfir stærðfræðibókum. Stórmerkilegt hvað fólk getur týnst sér í þurrum fræðum. Ef ég hefði ekki tekið 2 kúrsa í heimspekinni þá væri ég alveg þurr á manninn :) og myndi segja frá hér frá ævintýrum mínum sem kósínusskrímslið sem yrði gagnkynhneigt þegar það hitti diffrunarriddarann =) Það er nú eins gott að ég sé ekki algeg týndur í stærðfræðinni, en samt góð hugmynd að kenna fólki stærðfræði í gegnum svona bull ævintýri, ég held að það sé hægt að matreiða stærðfræði á mun skemmtilegra hátt heldur en gert er í dag, en á ekki von um að ég komi með þá framsetningu, en ég vona að einn daginn fari fólk að semja skemmtilegt námsefni um stærðfræði, það væri mikikl búbót, jæja, best að kíkja aftur í bækurnar.

laugardagur, mars 01, 2003

Hús er byggt, eitt stendur það einmanna. Einn daginn rís nýtt hús, alveg eins, við hlið þess. Húsin geta ekki snertst, en á milli þeirra liggur rafmangslínan. Líflinan sem tengir þau saman, en aldrei snertast þau. Vetur, sumar, vor og haust líða, ár eftir ár. Einn sólríkan sumardag er byrjaður á framkvæmdum, hvorugt húsið veit hvað er að gerast og bæði óttast að nú eigi að rífa þau. En þegar smíðinni er lokið var það ekki niðurrif. Bæði húsin standa á sama stað, nýmáluð og uppgerð, með viðbyggingu sem tengir þau saman. Loksins snertast þau, loksins eru þau eitt og sama húsið.