föstudagur, mars 21, 2003

Vaknaði í nótt við að Fréttablaðið var að koma í gegnum bréfalúguna með tilheyrandi látum. Minns var hálf sofandi í svefnmóki, klár á því að innbrotsþjófur væri í íbúðinni. Hoppaði fram úr rúminu...líklegast var að meira að drattast og fór, alsnakinn svo að það komi fram, að hafa upp á þessum óboðning....SKÍTHRÆDDUR.
Þegar ég vaknaði hélt ég að mig hefði verið að dreyma að ég hefi veirð að leita að honum því ég var svo hræddur, en Bína sagði að ég hefði farið á röltið í nótt.
Vaknaði síðar um nóttina og lokaði glugganum, í leiðinni pikkaði ég inná tölvuna þ.s. eftir farandi hafði nýlega gerst í hausnum á mér: "hestur út í garði með pípu í tunglsljósinu". Þetta var mjög merkileg sjón, en tengdist engan veginn neinu öðrum í draumnum :)

Engin ummæli: