föstudagur, mars 28, 2003

Bína mín eldaði grjónagraut í gær...og hann var nú ekki af verri endanum, nú á ég aldrei eftir að elda grjónagraut aftur, það er komið í verkahring hennar, hann var rosalega góður, mér leið eins og ég væri kominn heim...enda var ég heima hjá henni =)
Jæja, nú þurfum við að fara að herða okkur í sparnaðnum, þurfum að standa skil á heilmiklum útgjöldum í ár, og þar er allt í lagi á meðan verið er að leiga íbúðina okkar, en þegar við verðum flutt inn á verður þetta fyrst gaman, en okkur tekst þetta á endanum, bara erfið tvö ár, vonum að þau verði ekki fleiri, og síðan ætti verður þetta betra...segir maður í dag.

Nú er setið við bjórdrykkju í Vefsýn/Hvíta Húsinu, verið að halda uppá að Siggi er kominn aftur til starfa eftir fallin lungu. Bína fór að passa Svölu án mín, Svala var víst ekki sátt við að ég mætti ekki á svæðið, enda hringdi hún í mig áðan og spjallaði aðeins :) síðan sækir Bína mig á eftir og þá förum við heim...ah, það eru nú bara meira en 12 tímar síðan ég sá hana síðast, þetta er ekki nógu gott, en fæ mér bara bjór þangað til...hann er góður líka...

Engin ummæli: