þriðjudagur, mars 04, 2003

Töff dagur í gær, 03.03.03, verst að maður gerði ekki neitt til að halda upp á hann.

En Bína fór í nótt til Edinborgar :( maður fór nú strax að sakna hennar, nú er bara að vinna og leika sér til að reyna að lifa þetta af :)

Fór í stærðfræðipróf í morgun, og verð að segja að mér gekk nú betur en ég átti von á...en ég átti nú von á að mæta og fara út á brókinni því ég skil ekkert í þessum áfanga...aðallega að ég hef ekki áhuga á honum :)

Síðan fór ég að fá nýjan straumbreyti því hann brann fyir í gærkvöldi >:

Vinna, vinna, vinna, og nú er það smá tölvuleikur, jafnvel að maður kíki með Bjözza á smá rólegheita æfingu í kvöld ef hann fer uppeftir.

Engin ummæli: