mánudagur, maí 18, 2015


Á leiðinni heim úr leikskólanum í dag þá fór Sindri að sýna mér eitthvað sem endaði á því að hann labbaði á ljósastaur og fraus...ég hélt ég myndi detta niður af hlátri þar sem hann stóð bara þarna frosinn á staurnum =)

sunnudagur, maí 17, 2015

Gæðingur


Þessi mynd úr óvissuferðinni þegar við vorum komin heim til B&B finnst mér sérstaklega skemmtileg...þarna er klárlega gæðingur á ferð ;)

laugardagur, maí 16, 2015

Óvissuferð


Skellt var í Óvissuferð hjá B&B...og börnum...og fylgifiskum...komin með áfengisaldur ;) Ferðuðumst um bæinn í strætó, skellum okkur í Lazer tag (takk fyrir myndina Þyrí, ég stal henni frá þér ;) ...góður dagur =)

sunnudagur, maí 10, 2015

Bústaður


Skelltum okkur í smá helgarfrí í bústað og túristuðumst aðeins um Grímsnesið. Eins og sjá á myndinni getur þetta verið erfitt og fínt að finna sér bekk til að leggjast á hjá Geysi ;)

föstudagur, maí 01, 2015

Danssystur


Systurnar sýndu á árlegri danssýningu í dag og það er alltaf gaman að horfa á þær á sviðinu. Skutlað á æfingar og síðan mætum við og fylgjumst stolt með...ánægjulegt að hafa þær á sömu sýningu ;)

laugardagur, apríl 25, 2015

Aðal leikstaðurinn


Fjölskyldurúmið er helsti leikstaðurinn þessa dagana...það er merkilegt hvað stórt rúm er mikið sameiningarafl fyrir allt þetta fólk...sjá þennan hóp =)

fimmtudagur, apríl 23, 2015

Víðavangshlauparar


Fór með Sunnu & Sindra niðrá Víðistaðatún á fyrsta sumardegi þar sem þau tóku þátt í víðavangshlaupi.
Sindri hljóp með Mána Steini vini sínum og voru þeir hrikalega sætir að passa uppá hvort annan og leiddust megnið af hundrað metrunum sem þeir hlupu.
Sunna náði á verðlaunapall í 3ja sæti og var afskaplega lukkuleg uppá sviði þó ég hafi reyndar ekki náð að smella mynd af henni þar.