laugardagur, mars 30, 2013

Mótorhjólagengið


Snorri fékk sér mótorhjól um daginn og við kíktum í heimsókn til Gauta & co. þar sem allir fengu að fara út og prófa hjólið. Síðan var líka svissað rafmagninu á og prófað að flauta og þá var ekki aftur snúið. Sindri var manna verstur í að fluta út í eitt og varð svo ekki sáttur ef rafmagnið var tekið af ;)
Hann var ekki leiður að finna svo mótorhjólið aftur í sumarfríinu á Seyðis og fiktaði þá eins og hann gat þannig að hann fitkaði meira segja í því eina sem hann átti ekki að fikta í og endurstillti teljarann.

þriðjudagur, mars 26, 2013

Sunna dundari í vinnunni minni


Páskafrí hjá skólakrökkunum. Bjartur sáttur við að geta verið heima í tölvunni en Sunna er ekki jafn mikið fyrir að vera ein í reiðleysi allan daginn þannig að hún kom með mér í dag. Hún gat dundað við ýmsilegt og meðan annars að fá að lita á tússtöflu þar sem hún teiknaði mynd af sér og Sindra enda eru þau ágætis vinir og síðan var myndinskreytti meira. Það fer nú ekki mikið fyrir henni og hún og sumir vinnufélagar spurðu hvort hún væri alltaf svona róleg ;)
Á svona dögum langar mann að geta verið bara í fríi og eytt meiri tíma með þeim :| en ef ég man rétt þá fengum við okkur ís á leiðinni heim og vorum nú ekkert allt of lengi í vinnunni, ótrúlegur lúxus að geta fært tíma til og unnið það upp seinna (þá eru allir sáttir).

sunnudagur, mars 03, 2013

Farinn í frí?


Dreymdi að ég var í ókunnri vinnu en þurfti að taka mér frí...sem mér þótti mjög leitt og erfitt...var ekki að fara að gera neitt...bara að fara í frí...merkilegt að vera svo bent á þetta "hvetjandi" myndband þar sem umræðuefnið er það sama.
Ætli þetta sé ekki bara tengt því hvað mikði er í gangi og ég þarf að ná að komast yfir ýmislegt þess dagana. En ég náði mér í þetta forrit og gaman að prófa að ná sekúndu af hverjum degi saman í eina myndbands"súpu" =)

föstudagur, mars 01, 2013

Hleðslustöð (fyrsta útgáfa)


Oft hefur verið rætt um það á heimilinu að vera með hleðslustöð þar sem símar & fleiri iPod-dar geta fengið hleðslu en aldrei neitt verið gert í því. Þegar snjallsímar eru nú komnir á heimilið var orðið tímabært að gera eitthvað í málinu.
Á mánudaginn var skipulagsdagur og allir heima og ég í fríi...þó ég hafi nú meira gaman af því að nýta þessa daga í að fara á flakk með krökkunum þá gafst tækifæri á að koma upp þessari margumræddu hleðslustöð. Ég vissi nefnilega að það var ein ein hvít plastskóhilla fyrir mér í geymslunni eftir að við settum 2 inní eldhús undir blöð og fleira en þær voru bara seldar 3 saman í pakka.
Þannig að gat var gert fyrir fjöltengi og síðan skorið út fyrir snúrum og allt þrætt, tengt & hengt uppá vegg og svona leit þetta út hrátt á gólfinu áður en ég hengdi upp.

Nokkur sóðaskapur fylgdi þessu og fékk ég góða hjálp frá Sunnu við að þrífa...og Sindra sem var reyndar meira áhugasamur um að sóða út og fikta í verkfærunum ;)
Þegar ég setti snúrurnar varð ég að skipulagsnördast aðeins og merkja þær með plastperlum þannig að báðir endar á hverri snúru eru "litamerktir" eins og sést á myndinni efst...það er bara eitthvað við svona skipulag sem ég fíla pínu ;)
Þegar að allt var tilbúið var kominn tími fyrir Sindra að taka smá kríu og héldum við okkur því heima þennan skipuldagsdaginn =)