sunnudagur, mars 21, 2010

Allt er það gott, sem af korni kemr


Eldsmiðjan er einn af mínum uppáhalds pizzastöðum og Pizza Rustica (Nautahakk / Pepperoni / Rjómaostur / Piparostur) hjá þeim er nýjasta uppháldið hjá mér =)

föstudagur, mars 19, 2010

Sönn hreysti veiklast ekki í mótgánginum

Ég vil óska sjálfum mér til hamingju með daginn, það er ár síðan ég var síðast skráður veikur í vinnunni og hef því ekki misst úr dag vegna veikinda núna síðasta árið. Reyndar hef ég misst úr daga vegna veikinda barna og þurft að taka frí vegna starfsdaga á leikskólanum og ekki er það svo gott að ég verði ekki veikur en ég hef ekki lengið rúmfastur síðasta árið sem er mikil framför og eru áætlanir um að verða veikindalaus á góðu róli =)