þriðjudagur, desember 23, 2003

Jólakveðjur

Gleðileg jól...landið stendur nú varla undir nafni þessi jólin. Þetta er ekkert Ís"kalt"land, meira svona slydda, en kanski austurhornið fái hvít jól. Í ár verða jólin í seinasta skiptið haldin í Steinahlíðinni...en ákveðið hefur verið að flytja þau til á næsta ári í 2 hæða penthouse lúsxus íbúð. Við gistum eitthvað á Steinahlíðinni núna, rifja upp gamla tíma og hafa það notalegt. En ég vil óska öllum gleðilegra jóla og hafið það sem allra best, þótt þið vitið aldrei af því þá sendi ég ykkur heilmiklar jólakveðjur...hérna er jólakveðjan okkar Bínu í ár.

mánudagur, desember 15, 2003

Góð helgi að baki

Morðingjateitið tókst vel upp á föstudagskvöldið. Þrátt fyrir að lausnin hafi verið allt of erfið þá var þetta bara gaman, mætti vera aðeins auðveldara til að hafa meira gaman að þessu fyrir svona fólk eins og mig :Þ Síðan tókst fólki að vera bara nokkuð drukkið og miklar ó-málefnalegar umræður fóru í gang sem ekki öllum var skemmt við, en ég hafi ákaflega gaman að. Á laugardaginn mættu svo nokkrir félagar í strákapartý þar sem gripið var í póker, playstation, pizzu og bjór. Vorum bara spakir og ekkert rugl á mönnum, en er nú allt í lagi þegar menn er komnir til ára sinna =) Sunnudagurinn fór í ekki neitt og ég hefði verið til í einn helgardag til viðbótar...

þriðjudagur, desember 09, 2003

Hálf fimmtugur í dag

Stór dagur í dag, minns orðinn 25, hálf fimmtugur, það er nú merki um það að maður er orðinn gamall. Enda hegðar maður sér eftir því, kvarar og kveinar yfir öllu og tala bara um gamla daga og klósettferðir. Já það er ekkert grín að vera orðinn gamall, en spennandi, þá er meiri ástæða til að röfla og vera með læti. Er nú þegar kominn með 6pencaran, nú vantar bara afa-inniskóna og flottan náttslopp...og auðvitað lödu sport, má ekki gleyma henni. Þá veður nú gaman. Ætla að eiga heima í blokk þegar ég verð gamall. Þá vaknar maður alltaf snemma og byrjar að teppa lyftuna frá svona 7-8, þá tekur maður til við að keyra á 10-20KM hraða um bæjinn og tefja allt fólkið sem er á ferðinni. Það verður skemmtilegt líf...en það er víst ekki alveg komið að því, en gaman að láta sig dreyma um það. Í kvöld förum við Bína út að borða á Hereford og er verið að undirbúa kvöldið.

mánudagur, desember 01, 2003

Nýr vinnustaður

Fyrsti vinnudagurinn hjá Hug. Þá hef ég formlega hafið nýtt starf og var fyrsti vinnudagurinn í dag. Það er svoldið undarlegt að hafa ekki Vefsýnarfélagana í kringum sig eins og maður hefur verið vanur undanfarna mánuði, og ár. Við tókum gott kveðjukvöld á föstudgainn, lágmenninguðumst í pool, hámenninguðumst í fínum mat á Hereford og þjóruðum svo öl með almúganum á Ara. Þetta var háfleygt kvöld þar sem miklar umræður um aldamót, tilgang og upphaf alheims báru ábyggilega á góma og var mikið skeggrætt með ýmsum nefjum. En nú verður maður ekki í jafn miklum samskiptum við Vefsýnarmenn sem er að vissu leiti leitt. Dagurinn var fremur rólegur, er að koma mér fyrir, kynnast fólki, og PC uppá nýtt, en þetta er enginn MAC vinnurstaður :)
Hingað er ég þá kominn í stórfyrirtæki, á íslenskan mælikvarða, eins og ég hafði ætlað mér eftir útskrift. VOnum að þetta verði gæfuríkt samband á nýjum stað.