þriðjudagur, desember 09, 2003
Hálf fimmtugur í dag
Stór dagur í dag, minns orðinn 25, hálf fimmtugur, það er nú merki um það að maður er orðinn gamall. Enda hegðar maður sér eftir því, kvarar og kveinar yfir öllu og tala bara um gamla daga og klósettferðir. Já það er ekkert grín að vera orðinn gamall, en spennandi, þá er meiri ástæða til að röfla og vera með læti. Er nú þegar kominn með 6pencaran, nú vantar bara afa-inniskóna og flottan náttslopp...og auðvitað lödu sport, má ekki gleyma henni. Þá veður nú gaman. Ætla að eiga heima í blokk þegar ég verð gamall. Þá vaknar maður alltaf snemma og byrjar að teppa lyftuna frá svona 7-8, þá tekur maður til við að keyra á 10-20KM hraða um bæjinn og tefja allt fólkið sem er á ferðinni. Það verður skemmtilegt líf...en það er víst ekki alveg komið að því, en gaman að láta sig dreyma um það. Í kvöld förum við Bína út að borða á Hereford og er verið að undirbúa kvöldið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli