miðvikudagur, júlí 29, 2015

Appelsínugulur að drekka kaffi og naglalakkaður

Ég er mikið fyrir appelsínugulan (aðallega af því hann er aðgengilegri en gulur ;) ... en ég er ekki jafn mikið fyrir að drekka kaffi...það gerist yfirleitt aldrei nema þegar ég er í sumarfríi á Seyðis...enn sjaldan er ég naglalakkaður...en þegar maður á dætur sem vilja naglalakka mann þá tekur maður því fagnandi <3

þriðjudagur, júlí 28, 2015

Kallað á mig heim

Á Múlavaginum þar sem ég ólst upp er til amboð sem ég þykist nokkuð viss um að hafi komið frá Austurríki og sé yfirleitt notað til að reka beljur. Notagildið var annað í minni æsku en þegar þurfti að kalla á mig var farið með verkfærið út og hrist þannig að trékúlan myndaði hljóm sem ómaði út um allan fjörðinn og ég þá vissi ég að ég ætti að koma heim :) (Gagnlegt tól fyrir tíma farsíma ;) Þegar ég var svo í seinni tíð í heima á Seyðis heyri ég kallið...og eins og alltaf strunsaði ég bara beinustu leið heim...þá stóðu þar fyrir utan húsið Helga og Snorri prakkaraleg á svip og sögðu "Enn kemurðu" og hlóu :D

Tvísöngur í sólargeislunum

Alltaf gaman að rölta upp að barbapabbahúsinu og ekki verra þegar sólargeislarnir skína á sólargeislana okkar sem leika sér ofan á Tvísöng <3

sunnudagur, júlí 26, 2015

Gæðingur í glasi

Alltaf gott að fá sér einn kaldan og hérna náðist góð mynd af einum góðum ;)

laugardagur, júlí 18, 2015

Borgari í Fjölskyldugarðinum

SKelltum okkur í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og gripum með okkur borgara...frábært að fá afnot af grillunum þar og geta bara gripið með eitthvað til að skella á...þægilegt :)

föstudagur, júlí 17, 2015

Nauthólsvík í blíðu

Það kemur fyrir að við gerum okkur ferði í Nauthólsvíkina...skellum okkur jafnvel út á gúmmíbátinn...mokum...förum í heita pottinn...fáum okkur pyslur...bara yndislegt <3

miðvikudagur, júlí 08, 2015

Ronja

Sunna & Ásthildur með smá minningu um Ronju sem þær bjuggu til úr steinum, skeljum málingu og lími <3

sunnudagur, júlí 05, 2015

Vatnsboltar

Enn ein ferðin í Húsdýragarðinn...og þar er merkilega skemmtilegt að reyna að hlaupa um í uppblásnum bolta á vatni :)

fimmtudagur, júlí 02, 2015

Gleym-mér-ei

Fátt merkilegra en að uppgötva að gleym-mér-ei festist við fötin <3

miðvikudagur, júlí 01, 2015

Heimsókn í vinnuna

Dagný kíkti í heimsókn til mín í vinnuna í dag...alltaf gaman þegar að það eru einhverjir dagar þar sem þarf að bralla eitthvað og yfirleitt spennandi að fá að skoða hvar pabbi vinnur :)