sunnudagur, mars 14, 2004

Árshátið Hugar

Herlegheitin byrjuðu á óvissuferð sem endaði niðrá Reykjavíkurhöfn, þar fengum við kampavín á byrggjunni á hálf köldu veðri og við vorum ekki viss hvort við ættum að standa þar í klukkutíma og þamba áfengi, fyrir utan að Bína var ekkert að þamba neitt. En þá kom í ljós að ferðinni var heitið á Listasafn Reykjavíkur þar sem sýninging Frostime Activity var skoðuð og höfðu allir nokkuð gaman að. Síðan var haldið aftur í Kópavoginn og fólk fékk sér sæti í Glerársalnum. Rennt var í gegnum alla rétti, humarsúpu í forrrétt, lamb í aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt með léttu gríni frá Þorsteini Guðmunds milli rétta. Skemmtiatriði hófust ekki fyrr en allur matur var búinn og dró því kvöldið svoldið á langin, en þau hefðu alveg mátt vera á milli rétta. Idol keppni okkar Fjármálalausna fór sigurför, þar sem Palli forstjóri kom sá og sigraði ásamt Kúagerðisbræðrum, og hrepptum við hinn margþráða verðlaunabikar fyrir skemmtilegasta skemmtiatriðið. Hunang sá síðan um að halda uppi stuðinu og Sissa ljáði þeim hjálprarödd. Við létum okkur hverfa eftir nokkur lög þar sem ég er enn ekki kominn með hesta heilsu, og tókst ekki að drekka hana í mig =)

laugardagur, mars 13, 2004

Svefnsófinn...

Drifum okkur í IKEA í gær og versluðum svefnsófann sem okkur hefur langað í síðan við fluttum inn. Það tók smá tíma að koma honum upp í sjónvarpsholinu og að því loknu var tekin prufusvefn í honum sem fínast lúr fram eftir morgni. Hann er mun stærri en hornsófinn sem við vorum með áður, og einhverjar tilfærslur verða á hlutum og breytingar í framhaldi þar sem allt þarf nú að "lúkka" saman. En það er rosalega gott að geta sofið yfir sjónvarpi og ekki verra að geta boðið fólki uppá gistingu í þessum líka fína sófa. Snilldin við hann er hversu einfallt er að breyta honum í massíft rúm, aðeins þarf að kippa út og lifta upp og þá er þetta tilbúið, þannig að við erum útsoftin og á leið á Árshátið Hugar, ég er búinn að fara í sturtu og bað, og Bína fékk Hlín til að mála sig fyrir kvöldið =)

þriðjudagur, mars 09, 2004

Enn fjölgar

Strákur með húfuMonsi og Ásta hafa eignast strák og óskum við þeim innilega til hamingju með drenginn, bíðum spennt eftir að heyra frá þeim og sjá myndir =)

mánudagur, mars 08, 2004

Barn í heiminn

Palli&Erla eignu[ust strák á laugardagsnóttina, og engin smásmíði því hann var litlar 19 merkur, enda ekki að búast við öður heldur en mikilmenni frá þeim. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að sjá "lillann" =)
Nú er kominn raunverulegur læknissonur í vinahópinn :)

Erfið veikindahelgi

Þetta átti að vera fín helgi með bústaðaferð og öllu tilheyrandi. Það gekk ekki betur en ég varð svo slappur að geta ekki einu sinni keyrt alla leið í bústaðinn og síðan var ég kominn í eitthvað mók sem stendur enn yfir. Ekki hjálpaði svo leiðindaveður til og við ösnuðumst til að leggja ekki af stað úr bústaðnum fyrr en e. kvöldmat. Þannig að í kolniðamirki, roki og rigningu var drattast heim alla leiðina úr Borgarnesinu, en það er ekki alltaf sem manni finnst gott að fara í Hvalfjarðargöngin, en þau voru kærkomin hvíld á leiðindaveðrinu. Morguninn var svo bara rúmfastur og ætla rétt að vona að ég verði heill heilsu á morgun...nóg að gera og hef ekki tíma fyrir þetta, kanski maður sleppi íþróttum fram að næstu helgi til að ná sér almennilega.

laugardagur, mars 06, 2004

Barinn minn

Þegar ég mun einn daginn opna bar, fyrir mig, vini og vandamenn, heima í stofu þá er spurning hvað hann mun heita. Escobar er gott barnafn, RabbaBar er þegar tekið, enda heiti ég nú ekki Rabbi...Bara Bar er hálf innihaldlítið, sem og MilliBar, ef þetta væri staður fyrir mikla fyllirafta myndi ég skýra hann Lúbarinn, he he, það sem ég get ekki skemmt sjálfum mér yfir.
Talandi um áfengi, var ekki keyptur smá bjór í dag og rauðvínsflaska til að taka með uppí bústað á morgun, en það á að taka góða hópferð uppí nýja bústaðinn þeirra Berglindar&Nonna. Ég er búinn að vera alltof óduglegur við að fá mér einn bjór fyrir svefinn...ellin farin að færast yfir =)

mánudagur, mars 01, 2004

Bústaður

Skelltum okkur í bústað til Lilju&Tóta(&Svölu) á laugardaginn. Tóti var að spila á Selfossi um helgina þannig að hann var farinn á undan okkur hinum sem komum á laugardaginn. Fórum beint í sund og síðan var farið heim og Lilja grillaði dýrindis kjúklingabringur. Alltaf gott að komast í smá frí þótt ekki sé nema einn dag...sérstaklega ef ég næ bandý á laugardagsmorgni líka :)
atomstodin.com að skríða saman þannig að frítími dags ætti að hætta að snúast um þá síðu jafn mikið innan skamms, enda er ég eftirá í bókarlesti í tölvunörrabókaklúbbnum...sem og mínum eigin bókum sem ég "þykist" vera að lesa.