sunnudagur, mars 14, 2004

Árshátið Hugar

Herlegheitin byrjuðu á óvissuferð sem endaði niðrá Reykjavíkurhöfn, þar fengum við kampavín á byrggjunni á hálf köldu veðri og við vorum ekki viss hvort við ættum að standa þar í klukkutíma og þamba áfengi, fyrir utan að Bína var ekkert að þamba neitt. En þá kom í ljós að ferðinni var heitið á Listasafn Reykjavíkur þar sem sýninging Frostime Activity var skoðuð og höfðu allir nokkuð gaman að. Síðan var haldið aftur í Kópavoginn og fólk fékk sér sæti í Glerársalnum. Rennt var í gegnum alla rétti, humarsúpu í forrrétt, lamb í aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt með léttu gríni frá Þorsteini Guðmunds milli rétta. Skemmtiatriði hófust ekki fyrr en allur matur var búinn og dró því kvöldið svoldið á langin, en þau hefðu alveg mátt vera á milli rétta. Idol keppni okkar Fjármálalausna fór sigurför, þar sem Palli forstjóri kom sá og sigraði ásamt Kúagerðisbræðrum, og hrepptum við hinn margþráða verðlaunabikar fyrir skemmtilegasta skemmtiatriðið. Hunang sá síðan um að halda uppi stuðinu og Sissa ljáði þeim hjálprarödd. Við létum okkur hverfa eftir nokkur lög þar sem ég er enn ekki kominn með hesta heilsu, og tókst ekki að drekka hana í mig =)

Engin ummæli: