mánudagur, mars 01, 2004

Bústaður

Skelltum okkur í bústað til Lilju&Tóta(&Svölu) á laugardaginn. Tóti var að spila á Selfossi um helgina þannig að hann var farinn á undan okkur hinum sem komum á laugardaginn. Fórum beint í sund og síðan var farið heim og Lilja grillaði dýrindis kjúklingabringur. Alltaf gott að komast í smá frí þótt ekki sé nema einn dag...sérstaklega ef ég næ bandý á laugardagsmorgni líka :)
atomstodin.com að skríða saman þannig að frítími dags ætti að hætta að snúast um þá síðu jafn mikið innan skamms, enda er ég eftirá í bókarlesti í tölvunörrabókaklúbbnum...sem og mínum eigin bókum sem ég "þykist" vera að lesa.

Engin ummæli: