miðvikudagur, maí 28, 2003

Þreffalt húrra fyrir mér, búinn með mitt blessaða tölvunarfærðinám frá Háskóla Íslands. Var loksins að fá einkunn úr stærðfærðinni og allt í góðu þar, en auðvitað hefur ekkert verið fangað of snemma...fyrr en nú =)

Þá er hægt að fara að ákveða hvort haldið verður uppá árangurinn, það væri nú ekki vitlaust að gera eitthvað :)

þriðjudagur, maí 27, 2003

Júróvisjón var eins og við mátti búast, við veðjuðum á 8. sæti en töpuðum vegna þess að Ísland fékk einni 10 minna en eitthvað hommaland :) myndir frá partýinu.


Annars var verið að benda mér á þessa snilld hjá Gutenberg fullt af bókum sem ekki lengur eru höfundarréttaðar, ánægulegt fyrir áhugsama.

föstudagur, maí 23, 2003

Töff, þessi mús er alveg frábær, svona á að gera þetta, mæli með þessu og osti :)

miðvikudagur, maí 21, 2003

Seinasta nóttin á görðunum, förum í HFN á morgun. Verið að pakka í dag og þar sem ekkert skrifborð er lengur uppi þá er tölvan komin uppí rúm og ég er að virða fyrir mér herbergið þar sem maður hefur hafst við seinstu árin...hvenær kom ég aftur hingað inn? 2001 held ég örugglega, en ég á nú seint eftir að fá verðlaun fyrir að vera minnugur þannig að það er ekkert hægt að treysta á það.
Matrix reloaded í gær, bara svona það sem ég bjóst við, tók hina myndina og eyðilagði hana nokkurn veginn, fullmikið af tölvugrafík í gangi sem var kanski ekki að hjálpa, og hver veit hvaðan blessaða orgý senan kom, hún var stórundarleg. En Neo uppgötvaði loksins að hann gat gert meira en hann hélt utan fyrri matrixins, en það eru ágætis líkur á því að þetta sé tvöfalt Matrix, væri mjög töff að enda seinustu myndina aftur á byrjun þeirrar fyrstu, he he.

þriðjudagur, maí 20, 2003

Matrix í kvöld, líklega ekkert merkileg mynd, bara flott, bara mynd fyrir sci-fi nörda eins og mig, skil vel að sumt fólk hafi ekki gaman af Matrix, sérstakelga ef það er ekki alveg inní um hvað málið snýst, enda hafa kanski ekki allir gaman af svona tækniframtíðardellu.

Flutningar hófust í gær af görðunum, og þeim líkur í seinasta lagi um helgina, nýr leigjandi fer inn á garðana strax á mándugainn þannig að við þurfum ekki að borga fyrir íbúðina í júní, að er nú gott að vita það :) en er nóg annað sem við þurfum að borga :)

Hei hei hei, hörkumatur hjá Lilju, og Tóta :) þótt hann hafi nú ekki verið allt of hrifinn af lærinu, lopabragðið, það átti ég erfitt með að hætta :)
Síðan var það rúmlega tvöfaldur Survivor og Sopranos beint á eftir, nú fer sjónvarpdagskráin að leggjast í sumardvala, nóg annað að gera í góða veðrinu.

mánudagur, maí 19, 2003

Re-action quake, damn hef ekki tíma, Bína er sækja mig og það á að byrja að koma drasli í HFN og síðan grill hjá Lilju. Bla bla bla, heitt heitt heitt hér í Vefsýn að vanda, Matrix annað kvöld, þó að root segi að hún sé ekki neitt merkileg, flott en ekkert snilldar plott lengur. Þetta eru víst 2 myndir, þ.e. næstu 2 Matrix myndir sem er í raun bara ein mynd, en ég hafði heyrt að önnur myndin ætti að vera forsaga....ætli þeir hafi ekki bara "sold out" eins og sagt er á góðri erlendri tungu...

fimmtudagur, maí 15, 2003

Prófið búið....kanski bara prófin búin....í góðan tíma....kanski bara aldrei aftur próf. Hvað er þetta með próf, stórundarlega fyrirbæri, tengjast engan vegin raunveruleikanum...ekki að nám geri það heldur :)
Lífið er orðið mjög gott, að vera laus frá þessu námi, nú bíð ég bara staðfestingar um að mér hafi gegnið nógu vel til að hafa náð, hef engar stóráhyggjur af því, en maður veit aldrei þegar stærðfærði er annars vegar, ég var ekkert að massa prófið, en mér gekk allt í lagi, æ já, best að skila bókinni og reiknivélinni....svona er maður mikill stærðfræðingur, á hvorki bókina né reiknivél :)

mánudagur, maí 12, 2003

Próf, á morgun, í fyrramálið! Jafnvel að þetta sé seinasta prófið í Háskólanum til B.s. gráðu sem tölvunarfræðingur, það væri nú ekki verra. Annars er þetta að verða komið fínt af lærdómi, ætla að halda aðeins áfram í svona kl.t., en síðan verður kvöldið rólegt og aðallega nýtt í að fara yfir formúlublaðið, damn hvað ég er ekkert að hafa gaman af þessu, sum stærðfræði er bara rugl...þangað til að maður þarf að nota hana, en ég stór efast um að þurfa að Fourierröð fyrir x í öðru, stefnuvigur t cos t, krappa og vinding sin ax, stefnuafleiður, stigul, taylormargliður, Maclauren fleirliður, útgildi og söðulpunkta...þetta er bara rugl!

laugardagur, maí 10, 2003

Bína mín átti afmæli í gær, gaf henni nú bara blóm...og föt...og síðan farið út að borða um kvöldið, en ég hefði viljað gefa henni allan heiminn, en ég á hann víst ekki, amk held ég ekki.
Rosalega gott veður í dag á kostningadegi, bandý og sund, og nú er það bara lærdómurinn, ég þryfti að reikna meira, er að fara yfir allt efnið og svona, held að ég þurfi að leggja meiri áherslu á að reikna dæmi fyrir þriðjudagsmorguninn....verst hvað mér finnst það bara óskemmtilegt, he he, en það skiptir víst engu.

fimmtudagur, maí 08, 2003

Ég fann 5 villur í Íslendingabók, þetta er nú ekki nógu gott =)

miðvikudagur, maí 07, 2003

El snilldos, það er nú ekki amarlegt að horfa á videó í gegnum Terminal :) það er bara frábært hvað sumir hafa mikinn tíma til að búa til tilganslausustu hluti, en það er líka gott, því annars væri ekkert gaman =)
Best að koma sér aðeins inní hvað okkur "blessuðu" stjórnmálaflokkar ætla sér að gera ef þeir sitja í stjórn, best að skoða heimasíður flokkanna og renna yfir stefnumálin.

Stefnumálin
Sjálfstæðiflokkurinn - fyrir ríka feita karla
Þeir ætla að hala áfram að passa uppá þá ríku þannig að þeir sem eiga pening fá einfaldlega meira af honum, því mun meir sem þú átt, þeim mun meira færðu. Þetta ætla þeir að gera með því að lækka tekjuskattinn sinn, kæmi mér ekki að óvar að leggja ætti niður hátekjuskatt, og fella niður eignaskatt.

Samfylkingin - fyrir konur og ungt námsfólk
Kona í forsætisráðherrastól og báráttan er á jafnrétti kynja. Margar hugmyndir sem mér lýst vel á, t.d. hækka skattleysismörkin, lækka skatta á tónlist, fella niður stimpil- og þinglýsingargjöld og hluti endurgreiðslu námslána verður frádráttarbær frá skatti.

Framsókn - fyrir enga
Lækkun tekjuskatts og hækkun persónuafslátts, en ekki tekið neitt fram um hækkunina. Síðan er það 90% lán fyrir alla sem kaupa sér íbúð, flestir fá þetta við fyrstu kaup og líklegast í sértilfellum líka, þetta er lélegt takmark að ætla sér er það er næstum þegar fyrir hendi. Þeir segja og gera bara allt til að halda sér inni, ætla sér svo mikið að það verður aldrei neitt.

Vinsti grænir - allir vinir...náttúruverndarsinnaðir kommúnistar
Virðast vilja öllum vel og þá helst almenningi. Verst hvað þeir eru ekki bara náttúruverndarsinnar heldur of miklir andstæðingar stórframkvæmda og yfirstéttar. Þeim vantar bara sterkari yfirbyggingu til að gera sig öflugri.

Frjálslyndir - sjómenn
Stærsta baráttumálið er að afnema kvótann. Síðan mátti finna málefni eins og sameiningu landins í eitt kjördæmi og segjast þeir hafa vara á Evrópusambandi.

Nýtt afl - hverjir eru þeir
Hvaðan kom þessi flokkur og af hverju er hann ekki bara hluti af Frjálslyndum. En þeir vilja þó fækka þingmönnum og taka upp einstaklingsval auk flokkavals, sem fleiri mættu stefna að.

Flokkarnir
Sumir flokkarnir hafa gert mikið út á fáa, enda er þetta mikil barátta um forsætið. Framsóknarmenn virðst ætla að lifa þetta af, en ekki veit ég af hverju eða hvers vegna, þeir eru tilgangslausasti stjórmálaflokkurinn og munu líklegast aldrei verða leiðandi afl, heldur aðeins meðstjórnendur. Frjálslyndir koma vel út fyrir í þessu öllu en til lítils líklegir. Nýtt afl veit ég ekki hvað er og hef ekki áhuga á að vita það, þeir virka sem einstaklingbundinn klofingur fyrir mér í dag. Vinstri grænir halda áfram að þrjósask út í horni, því miður held ég að þau séu of vön því að vera í andstöðinni til að geta breytt því. Síðan er það Samfylkingin, andstæðingar Sjálfstæðismanna. Samfylkingin er eina aflið sem getur komið Dabba út stóli þannig að fyrir almenning og mótstæðinga Sjáflstæðisflokksins er þetta tækifæri til að breyta til, þótt ekki séu kanski allir sáttir við Ingibjörgu og óttist að hún sé bara annar Davíð. Sjálfstæðisflokkurinn heldur enn áfram að koma sér vel fyrir í skoðanakönnunum og virðist ætla að halda sínum hlut. Einhvernvegin sé ég ekki mína framtíð tryggða í höndum Davíðs og félaga.

Einstaklingarnir
Kostningar snúast bara um fólk, fólkið í landinu, fólkið sem kýs og fólkið sem kosið er. Solla eða Dabbi er stóra málið, vilja Íslendingar breytingar eða óttast þeir þær, er staðan góð í dag eða er nú slæm? Orustuvöllurinn er Reykjavík og fylgimenn geta ekki gert upp hug sinn. Nýjir óvanir vinstistjórnendur sem gætu orðið spilltari en hinir ráðandi hægrimenn. Ég held að breytingar sé þörf, og hún verði ekki gerð núna, þá verður bara enn meiri þörf á henni síðar. Sjálfstæðismenn halda bara áfram sínum stórkallaleik og eins og allir vita þá eru ekki fátæklingar á Íslandi og munu ekki verða það miðað við yfirlísingar hægrimanna. Meðal allra hópanna eru svartir sauðir, en margir hægrimanna virðast dekkjast með tímanum og held ég það sé tími til að leyfa þeim að komast út í sólina, hvort sem það verður eða ei, þá munu yfirmenn landsins vonandi láta gott af sér leiða.

mánudagur, maí 05, 2003

Á laugaragsmorguninn fór ég uppí íþróttahús með íþróttadótið í þeirri von að vera fljótur með prófið og geta mætt í seinni tímann. Þegar í prófið var komið tók á móti mér, og öðrum, heljarinnar próf, ég myndi giska á að overheadið sem fór í að fletta hafi tekið nokkrar mínútur svo margar blaðsíður, og spurningar, voru þetta. Í stórbaráttu við klukkuna tókst mér að rumpa þessu af á 75 mínútum og skella mér í bandý að þessu loknu, held að þetta hafi verið allt í lagi þótt ég gaf þessu lítinn tíma.

Nú, full seint, er verið að byrja IID prófalesturinn, svona í rólegheitum, í dag verður meira reynt að skipuleggja næstu daga og síðan byrjar þetta betur á morgun, og helgin verður að öllum líkindum með eindæmum leiðinleg þar sem ég verð að læra undir þetta blessaða próf...sumum hlutum hefur maður bara ekki áhuga á, og meira að segja ég get ekki platað sjálfan mig til að sýna þessu minnsta áhuga annan en þann að þetta próf er það eins sem stendur í vegi fyrir útskrift minni eins og er...en vonum það besta.

föstudagur, maí 02, 2003

Fínir borgarar í gær, síðan var kvöldið tekið með ró, aðeins of kalt til að vera úti fyrir þannig að sjónvarpið var látið ráða ferðinni.

Vinnudagurinn búinn, og nú er lokalærdómurinn fram á kvöld fyrir þetta próf í fyrramálið, reyndar þarf ekki að ná prófinu, þannig að ég ætti að komast í gegn án þess að gera neitt mikið á prófinu....þannig að líkurnar á því að próftíma verði fórnað fyrir bandý er orðnar miklar...einhver myndi segja að ég ætti við vandamál að stríða, en ég ætla a.m.k. að mæta í prófið en ekki sleppa því fyrir bandý...he he alltaf að sannfæra mig um einhverja snilldarvitleysu. Próf smóf.

fimmtudagur, maí 01, 2003

Það er nú gott að gera loksins fengið bloggið sitt aftur á netið. Ég þarf að fara að setja upp nýja síðu með SoloWeb þannig að ég geti farið að setja efni inn reglulega. Gæti líka haldið áfram að nota ýmsar aðrar leiðir, en ég held að það væri mun sniðugra að setja upp SoloWeb til að ég fá meiri reynslu af notkuninni og hvað megi betur fara, t.d. vil ég fá betri vinnslu með myndir og albúmsuppsetningar, fleiri fítusa fyrir fréttir, dagatöl og ýmislegt smávægilegt sem margir aðrir en ég gætu ábyggilega nýtt sér.

Annars var Bína að hringja og við erum að fara í grillaða hamborgara í HFN þannig að ég held að ég sé hættur að læra í dag, enda búinn að fá nóg af þessu, þyrfti að fara að læra undir stærðfæðina
Prófalesturinn hafinn, og þetta verða leiðinlegir næstu 12 dagar þangað til þessu fyir líkur. Verst að mar kemst jafnvel ekki í bandý ef það prófið verður langt...en þar sem ég hef nú ekki mætt neitt í vetur þá verð ég ábyggilega ekki lengi í prófinu...svara því sem ég veit og fer svo...en ábyggilega verður þetta eitthvað langt próf, @$$hole damn crap.

En þessi blogger er alltaf jafn mikið drals og aldrei fer þetta inn...:@

Loksins fór ég að hlusta á nýja tónlist, byrjaði í gær. Hef ekki langt mig fram við að hlusta á ný bönd síðan að Netallica gáfu út Load, held að System of a down sé eina nýja bandið sem ég hafi hlustað á þar sem Páll benti mér á þá á sínum tíma. En nú er maður að skoða ýmislegt og hefur það ekki alveg verið rokkið sem verið er að ath. þessa dagana, en að læra undir próf þá er fínt að hafa bara rólega tónlist sem flæðir. Nú þarf mar að hlusta og fara að skoða sig um :)

Kíkti á Tvö Dónaleg Haust í gær á GrandRokk og þetta er allt að koma hjá þeim, orðnir fínt samspilaðir og flott rokk hjá þeim, hlakka til að heyra smáskífuna.