fimmtudagur, maí 01, 2003

Prófalesturinn hafinn, og þetta verða leiðinlegir næstu 12 dagar þangað til þessu fyir líkur. Verst að mar kemst jafnvel ekki í bandý ef það prófið verður langt...en þar sem ég hef nú ekki mætt neitt í vetur þá verð ég ábyggilega ekki lengi í prófinu...svara því sem ég veit og fer svo...en ábyggilega verður þetta eitthvað langt próf, @$$hole damn crap.

En þessi blogger er alltaf jafn mikið drals og aldrei fer þetta inn...:@

Loksins fór ég að hlusta á nýja tónlist, byrjaði í gær. Hef ekki langt mig fram við að hlusta á ný bönd síðan að Netallica gáfu út Load, held að System of a down sé eina nýja bandið sem ég hafi hlustað á þar sem Páll benti mér á þá á sínum tíma. En nú er maður að skoða ýmislegt og hefur það ekki alveg verið rokkið sem verið er að ath. þessa dagana, en að læra undir próf þá er fínt að hafa bara rólega tónlist sem flæðir. Nú þarf mar að hlusta og fara að skoða sig um :)

Kíkti á Tvö Dónaleg Haust í gær á GrandRokk og þetta er allt að koma hjá þeim, orðnir fínt samspilaðir og flott rokk hjá þeim, hlakka til að heyra smáskífuna.

Engin ummæli: