Náði að mæta í annað pókerkvöldið (af fjórum) á yfirstandandi season-i hjá pókerklúbbnum Bjólfi í gær. Það hafði fjölgað aðeins í hópnum og þurfti að spila á 2 borðum sem kom ekki að sök þ.s. Lommarinn var búinn að smíða þetta líka eðal pókerborð sem hann getur verið stoltur af. Massinn bauð heim í höllina og var aðstaðan í bílskúrnum eins og í bestu casino-um og því minnsta mál að rúma 2 borð.
Ég fékk sæti við nýja borðið sem ég get bara ekki hætt að lofsama. Samt er það víst bara prototypa og er Lomminn strax farinn að huga að nýju borði.
Náði að hanga inni fram að bubble en datt þá út þannig að ég fékk nú litið fyrir minn snúð annað en þónokkur stig í lokakeppninni. Þrátt fyrir að hafa misst af fyrsta kvöldinu er ég fyrir miðri deild af 15 leikmönnum og á alveg fræðilegan möguleika stóra pottinum...ef mér tekst að gera góða/stóra hluti á næstu 2 mótum.
Alltaf gott að hitta góða menn og taka póker =)
laugardagur, apríl 17, 2010
sunnudagur, apríl 04, 2010
Spakt skyldi elzta barn á bæ og vel vanið
Í morgun fengu allir að leita að páskaeggjunum sínum. Allir fengu vísbendingar sem leiddu á aðrar vísbendingar og á endanum fundu allir eggið sitt. Bjartur var ekki par sáttur við að hafa ekki fengið að fela eggin með mér í morgun en þ.s. ég var snemma á fótum hafði ég falið þau. En hann tók því nú bara nokkuð vel og fór í staðin að útbúa vísbendingar handa mér. Eins mikill snillingur og hann er þá átti ég nú ekki von á að hann gæti skipulagt þetta fram í tímann þannig að röðin á vísbendingunum yrði rétt. En vitir menn, hann er ekki snillingur fyrir ekki neitt ;) Þetta var ótrúlega góður vísbendingaleikur hjá honum og hérna er hægt að sjá myndir af leiknum.
Annars eru páskarnir bara yndislegir að vanda. Fórum ekki austur í ár en fengum Helgömmu og Braga suður og höfum bara verið að hafa það notalegt í bænum og skipulagið snýst aðallega um mat hér og þar ;)
Annars eru páskarnir bara yndislegir að vanda. Fórum ekki austur í ár en fengum Helgömmu og Braga suður og höfum bara verið að hafa það notalegt í bænum og skipulagið snýst aðallega um mat hér og þar ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)