sunnudagur, apríl 04, 2010

Spakt skyldi elzta barn á bæ og vel vanið

Í morgun fengu allir að leita að páskaeggjunum sínum. Allir fengu vísbendingar sem leiddu á aðrar vísbendingar og á endanum fundu allir eggið sitt. Bjartur var ekki par sáttur við að hafa ekki fengið að fela eggin með mér í morgun en þ.s. ég var snemma á fótum hafði ég falið þau. En hann tók því nú bara nokkuð vel og fór í staðin að útbúa vísbendingar handa mér. Eins mikill snillingur og hann er þá átti ég nú ekki von á að hann gæti skipulagt þetta fram í tímann þannig að röðin á vísbendingunum yrði rétt. En vitir menn, hann er ekki snillingur fyrir ekki neitt ;) Þetta var ótrúlega góður vísbendingaleikur hjá honum og hérna er hægt að sjá myndir af leiknum.

Annars eru páskarnir bara yndislegir að vanda. Fórum ekki austur í ár en fengum Helgömmu og Braga suður og höfum bara verið að hafa það notalegt í bænum og skipulagið snýst aðallega um mat hér og þar ;)

Engin ummæli: