mánudagur, janúar 28, 2002

Eg og ung dama tókum okkur til og lögðum herbergið mitt í rúst í gær. Ekkert verðmætt varð fyrir skemmdum þannig að allt endaði vel.

föstudagur, janúar 25, 2002

Dagarnir eru flótir að líða þegar maður á mac :) Ég hefði aldrei túað því sjálfur fyrir...bara aldrei trúað því að ég yrði harður makkari. En þetta er bara allt of flott, kúdós til apple fyrir að standa sig vel.

laugardagur, janúar 12, 2002

MiniDisk spilarinn bilaður, UTOC ERROR þegar að hann ætlar að vista breytingar. Opnaði hann og hreinsaði laser-inn og vitir menn allt í góðu. Það virist vera ógjörningur að snúa sólahringum aftur við, ekki að ræða það að fara að sofa fyrr en 2 til 3 þessa dagana.

þriðjudagur, janúar 08, 2002

Ný beta útgáfa af Omniweb komin, ég hef því endurheimt íslensku stafina. Steve Jobs kynnt heiminum nýjan IMac í dag ásamt iPhoto, það er alltaf að verða betra og betra að vera makkamaður :)

mánudagur, janúar 07, 2002

Jæja, jólunum lokid. Omniweb virkarn nú ekki, eitthvad vesen líklega med HI. Fín jól, mikil etid, legid í leti, tekid af myndum og notid lífsins. Er kominn aftur sudur og á morgun byrjar skólinn, ætti ad fara ad leggjast til svefns en er ad reydna ad komst yfir eitthvad af myndum jólanna og sortera. Alltaf gott ad fá langthrád frí frá skólanum um jólin og endurhlada batteryin, nú er bara ad hefja aftur námsbaslid :)