Hlín & Jói innilegar hamingjuóskir með brúðkaupið á laugardaginn og takk fyrir okkur. Óla & Rannveigu sendum við einnig innilegar hamingjuóskir alla leið austur á Skálanes og leitt að geta ekki verið á staðnum.
Það var kannski eins gott að við erum upptekin í óléttu þ.s. við vorum búin að stefna á þennan dag nokkuð lengi en ákveðið að bíða betri tíma þegar að fjölskyldan er orðin fullmönnuð. Gott að aðrir nýttu hann ;)
laugardagur, september 20, 2008
miðvikudagur, september 03, 2008
Nýr bíll
Gamli góði bíllinn okkar er víst of lítill fyrir fimm manna fjölskyldu, nánar tiltekið of lítill til að rúma 3 barnabílstóla. Vorum við búin að sættast á að kaupa Previu. Þrátt fyrir að þær eru full dýrar, eyða miklu og hætt var að flytja þær inn f. nokkrum árum þá er þetta stór bíll sem okkur leist báðum vel á. Við lögðum því leið okkar upp Toyota umboð þar sem gamli var söluskoðaður. Þegar sölumaðurinn þuldi upp allt sem þeir fundu að bílnum okkar hugsaði ég að það væri ekki nokkrum manni óhætt að stíga uppí hann og hvað þá að keyra honum aftur, svo ófögrum orðum fór hann um hann. Ekki batnaði það þegar hann tilkynnti okkur að hann gæti látið okkur fá 150þ fyrir hann. Ég hafði nú kannski ekki gert mér miklar væntingar en þetta var aðeins..., nei, mikið minni en ég hafði búist við. Við ákváðum að hugsa þetta aðeins og fórum í mat.
Yfir matnum vorum við að velta fyrir okkur hvort við myndum ekki bara láta slag standa og taka feitt bílalán til að láta þetta gerast. Ákveðið var að kíkja fyrst uppí B&L og prófa Trajet og sjá hvað B&L myndi taka fyrir bílinn. Við fundum Trajet til að prófa á meðan þeir söluskoðuðu okkar og tókum smá rúnt um Árbæinn.
Þegar við komum til baka prentaði hann út einhvern pappír sem á stóð upphæð litlu hærri en við höfðum fengið áður en það skemmtilega var að þetta var bara áætlaður viðgerðarkostnaður og leit því út fyrir að fengjum mun meira fyrir gamla hjá B&L. Síðan var bara málið hvað við gætum sett gamla uppí. Þeir áttu einn Verso á bílaplani þeirra skammt frá. Bínu hafði einmitt fundist þeir svo flottir og við sáum okkur strax leik á borði: skipta gamla uppí Verso og mæta svo með hann uppí Toyota umboð ;) Þannig að við skelltum okkur til Ingvars Helgasonar þ.s. Versóinn stóð.
Þegar við komum inná bílasöluna hitti ég ekki gamlan vinnufélaga. Við höfðum unnið saman í 3 mánuði fyrir 10 árum og það besta var að hann var bara að láni hjá IH þennan eina dag en var að öllu jöfnu uppí B&L.
Við prófuðum Verso-inn og leist bara vel á, enda ekkert stefnt á að eiga hann lengi. Gegnum frá viðskiptunum sem enduðu á að fá 950þ fyrir gamla bílinn sem við vorum næstum því búin að láta fyrir 150þ fyrr um daginn. Nú er Bína hæstánægð með að eiga Verso þótt honum verður nú skipt út fljótlega ;)
Yfir matnum vorum við að velta fyrir okkur hvort við myndum ekki bara láta slag standa og taka feitt bílalán til að láta þetta gerast. Ákveðið var að kíkja fyrst uppí B&L og prófa Trajet og sjá hvað B&L myndi taka fyrir bílinn. Við fundum Trajet til að prófa á meðan þeir söluskoðuðu okkar og tókum smá rúnt um Árbæinn.
Þegar við komum til baka prentaði hann út einhvern pappír sem á stóð upphæð litlu hærri en við höfðum fengið áður en það skemmtilega var að þetta var bara áætlaður viðgerðarkostnaður og leit því út fyrir að fengjum mun meira fyrir gamla hjá B&L. Síðan var bara málið hvað við gætum sett gamla uppí. Þeir áttu einn Verso á bílaplani þeirra skammt frá. Bínu hafði einmitt fundist þeir svo flottir og við sáum okkur strax leik á borði: skipta gamla uppí Verso og mæta svo með hann uppí Toyota umboð ;) Þannig að við skelltum okkur til Ingvars Helgasonar þ.s. Versóinn stóð.
Þegar við komum inná bílasöluna hitti ég ekki gamlan vinnufélaga. Við höfðum unnið saman í 3 mánuði fyrir 10 árum og það besta var að hann var bara að láni hjá IH þennan eina dag en var að öllu jöfnu uppí B&L.
Við prófuðum Verso-inn og leist bara vel á, enda ekkert stefnt á að eiga hann lengi. Gegnum frá viðskiptunum sem enduðu á að fá 950þ fyrir gamla bílinn sem við vorum næstum því búin að láta fyrir 150þ fyrr um daginn. Nú er Bína hæstánægð með að eiga Verso þótt honum verður nú skipt út fljótlega ;)
þriðjudagur, september 02, 2008
Nýtt baðherbergi
Við vorum svo séð að láta gera upp baðið á meðan við vorum í sumarfríi. Reyndar losaði ég sjálfur baðið og braut upp flísarnar en fékk gott fólk í að klára að rífa klósettið, flísa og pípa. Ég hengdi nú reyndar upp hillur og vaskinn en lét fróðari menn um að pípa. Það var líka kominn tími á að taka þetta 36 ára baðherbergi í gegn. Þannig að nú er allt nýtt og ekkert eftir nema eitthvað smotterí eins og að finna veggljós, ljós undir speglaskápinn og klósettrúlluhaldara/stand. Þetta kostaði reyndar að íbúðin var öll undirlögð í pússningsryki( og er það enn sumstaðar ), einnig tók þetta verulega á taugarnar að bíða eftir vörum frá Byko og IKEA. Reyndar gafst ég upp á því að bíða eftir Byko og keypti bara annað en ég hafði lagt upp með, en það var ekki svo langt frá þannig að það sleppur. En Byko í Kauptúni er ekki uppáhaldsbúðin mín, allt of stór. Þannig að eftir mikið búðarráp og afgreiðslubið, þrif, uppsetningar, meiri þrif, bið og þónokkra hundraðþúsundkalla þá erum við komin með nýtt baðherbergi. Verst að maður þarf að selja á næstunni til að koma öllum þessum krökkum fyrir ;)
mánudagur, september 01, 2008
"Einn" heima
Krakkarnir sofnuðu nokkuð fljótt í kvöld enda var afskaplega róleg stemmning á heimilinu. Róleg tónlist flæddi um alla íbúðina úr stofunni og slökkt var á sjónvarpi og næstum öllum ljósum. Í myrkrinu lá ég í mestu makindum í baði með kertaljós og hafði það notalegt "einn" heima ;)
Merkilegt hvað lífið breytist mikið þegar börn bætast í hópinn. Svo ekki sé talað um það þegar þau eru orðin tvö...ég get engan vegin ímyndað mér hvað að verður mikil vinna að hafa þrjá orma hlaupandi um...en það verður ábyggilega enn skemmtilegra ;)
Merkilegt hvað lífið breytist mikið þegar börn bætast í hópinn. Svo ekki sé talað um það þegar þau eru orðin tvö...ég get engan vegin ímyndað mér hvað að verður mikil vinna að hafa þrjá orma hlaupandi um...en það verður ábyggilega enn skemmtilegra ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)