laugardagur, ágúst 29, 2009

Gott er að vera í góðra manna förum

Jóhann bróðir kom ásamt fjölskyldu til landsins og ákváðum við að hitt á þau fyrir austan. Fórum nokkrum dögum fyrr og höfðum það notalega á Múlaveginum og vikan var alltaf fljót að líða en engu að síður afskaplega notaleg og afslappandi þótt að við gleymdum að fá spádóm hjá Snorra og enga tók ég kotru við hann í þessari ferð en einhverjar myndir náðust.

fimmtudagur, ágúst 20, 2009

Maðr skal sið fylgja, flýja land ella

Komi kreppan til tals hef ég yfirleitt mælt með að "flýja" land ef að áhugi er fyrir hendi að búa erlendis. Þrátt fyrir það er enginn nákominn mér sem hefur yfirgefið klakann og líklegast gera það nú fæstir nema af illri nauðsyn og vonandi verður ekki spekileki á landinu.
Vissulega hafa kjör hér á landi versnað og munu bara versna en í mínum framtíðarplönum er brottflutningur ekki á stefnuskránni. Þegar þessi umræða kom upp við Bínu var ég nokkuð undrandi að heyra að hún var jafnvel á því að það væri jafnvel besti kosturinn að koma sér héðan. Þannig að ég viðurkenni að ég hugsaði nú meira um það en áður, þótt engin alvara væri nú á bakvið þær hugleiðingar.
Það nálgast senn í að ár sé komið síðan að eftirköst fjármálafyllerísins byrjaði að herja á þjóðina og ég held að allir viti að það er ekki að fara að birta til strax. Þeir sem þáðu ofurlaun vegna "ábyrgðarfullra" starfa virðast ekki ætla/þurfa að axla neina ábyrgð og ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa nóg við að leita leiða til að bjarga fjárhagnum og því lítill tími eftir til að passa uppá almenning í landinu.
Næstu mánuðir ættu að varpa einhverju ljósi á hver staðan er og hvernig framhaldið verður. Þótt það verði erfitt næstu árin þá leynast tækifæri og kostir í því að fara í kreppu. Hvað varðar að yfirgefa klakann þá þarf víst að versna hér enn meira til að ég rífi upp ræturnar og setjist að í öðru landi og ætla að vona að ekkert reki mig í þær hugleiðingar =)

sunnudagur, ágúst 09, 2009

Allt vinnst með yðni og erfiði

Einn heima með krakkana í allan dag. Bína var að gæsa Helgu Björt með Bónerhópnum en rak inn nefið tvisvar yfir daginn, aðallega til að gefa Dagnýju. Við hófum daginn á göngutúr sem endaði í úrhellisrigningu sem hrakti okkur heim, enda vorum við bara í pollagöllum en ekki alveg útbúin fyrir svona mikið vatn.
Dagur fór svo í að: mata, leika, taka til, klæða í útiföt, klæða úr útifötum, taka til, mata, leika...og svo framvegis þangað til að endað var á baði og ís yfir sjónvarpinu fyrir háttinn.
Kom mér verulega að óvart hvað mér fannst dagurinn langur að líða og tók bara nokkuð á, en jafnfram afskaplega gaman að vera einn með þessum litlu einstaklingum sem maður á víst helling í ;)

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Sæll er sá, sem sig kann gleðja

Naut þess ótrúlega mikið að fara með krakkana í leikskólann. Þau voru afskaplega róleg og ánægð með að koma aftur í leikskólann og skemmtilega mikil ró á leikskólanum snemma morguns þennan fyrsta dag eftir sumarfrí.

miðvikudagur, ágúst 05, 2009

Nóg hefir hvör að vinna

Strembið að byrja aftur að vinna fulla vinnu eftir að hafa verið í 75% starfi síðan að Dagný fæddist, síðustu 10 mánuði. Erfiðast að vera ekki jafn mikið heima og geta farið með krakkana á leikskólann og sótt þau á hverjum degi. En sem betur fer getur maður stundum sveigt vinnutímann til að reynt að hitta þau aðeins meira suma daga en aðra.
Mikill kostur við að vera með styttri vinnudag var einnig að vera alltaf utan við álagstíma í umferðinni, sem er vissulega kostur þegar þarf að keyra 10km í vinnuna á hverjum degi. En ég leyfi mér nú líka oft að fara til vinnu áður en að nokkur er vaknaður á heimilinu. Bína sér þá um að koma stóru krökkunum í leikskólann og ég get komið snemma heim og missi þá af allri umferð.
En eftir að hafa prófað að vera ekki í fullri vinnu þá gæti ég trúað að það henti mér betur. Finnst einhvernveginn að vinnan eigi ekki að taka bróðurpartinn af deginum, a.m.k. ekki þegar heimilið er fullt af börnum ;)
Held samt að 88% sé fínasta vinnuprósenta fyrir mig þegar ég þarf að sinna öðru...en það er nú ekkert á dagskrá að minnka við sig vinnu eins og staðan í dag...frekar draumur um að geta stækkað við sig...en það er ekki mikið að gerast í "ástandinu".
En fæðingarorlofið var gott, sumarfríð var gott og nú hittir maður meira snillingana í vinnunni =)

þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Leingi er gamall maðr barn

Ég og Bjartur skelltum okkur í sund eftir kvöldmatinn. Afskaplega notalegt að eiga svona stóran strák sem sér alveg um sig sjálfur...reyndar var ég nú á eftir honum allan tímann þ.s. ég hef ekki minna gaman af því að renna mér ;)
Sundlaugar í landinu hafa heldur en ekki fengið að njóta góðærisins og það er alltaf erfitt að velja í hvaða laug á að fara, en Salalaugin í Kópavoginum verður nú oftast fyrir valinu. Þar spilar nú reyndar inní að ég er með árskort þar því það er opið lengur hjá þeim en öðrum og mér finnst betra að skreppa kannski einu sinni í viku að lyfta þegar krakkarnir eru farnir að sofa. Auk þess er stóri heiti potturinn með fullt af baknuddurum sem ég nýti óspart eftir að hafa tekið aðeins á.
Ætla að vona að Íslendingar fari nú ekki að beina túristanum í sundlaugarnar ef landið verður hagstæður ferðamannastaður í framtíðinni. En ég á nú ekki von á öðru en allt fari hækkandi á næstunni eins og hefur verið....vonandi skýrist nú eitthvað með haustinu þó ég reyni nú að leiða allt þetta "krepputal" eins mikið hjá mér og ég get.

mánudagur, ágúst 03, 2009

Sumarfrí 2009

Ekkert var farið til útlanda í ár heldur var bara farið beinstu leið á Seyðisfjörð. Innanlands ferðalag var nú ekki tilkomið vegna kreppunnar, heldur var mig farið að langa að ná góðu fríi þar og var ákveðið síðasta sumar að vera bara í rólegheitum heima í ár. Ekki fengið við nú alveg veðurblíðuna sem við höfðum óskað okkur þannig að við enduðum ekki nema 2 vikur á Seyðifirði en fórum svo aftur heim í blíðuna þar sem er búin að vera að hrella gróður á suð-vesturhorninu, þótt að mannfólkið kunni nú flest vel við og bleyti sig bara að innan ef þar ;)

Einhverjar myndir úr júlí og fleiri að austan sumarfríinu fyrir austan sem og svo smá annáll yfir hvað var gert:

Föstudagur 3. júlí
Þar sem veður var svo fínt stakk ég snemma af úr vinnunni og við fórum í bústað í Grímsnesinu með Bödda&Bekku og co.

Laugardagur 4. júlí
Veðurblíða og farið var í smá heimsókn í bústaðinn til Einars&Indu og svo haldið kyrru fyrir í bústaðnum, spilað kubb og farið í pottinn.

Sunnudagur 5. júlí
Fórum á Gullfoss & Geysi þar sem að Sunna sló í gegn hjá asískum ferðamönnum sem vildu ólmir fá teknar myndir af sér með henni. Þeim fannst hún eitthvað óskaplega mikið krútt, pínulitil að dandalast um hverasvæðið.

Mánudagur 6. júlí
Keyrðum á Slakka og þá kom þessi líka rjómablíða. Tókum okkur góðan tíma þar að skoða dýrin, borða og spila minigolf.
Kíktum á Nonna&Begs sem voru í búðast á Hellu hjá Þórunni og rúlluðum svo í bæinn.

Þriðjudagur 7. júlí
Skoðuðum raðhús í Hafnarfirði. Leist vel á, þarfnast viðhalds en gæti verið endanleg eign...ef það væri ekki bara "ástand" þá myndi maður jafnvel gera tilboð þar sem þetta væri alveg fullkomin eign þar til krakkarnir væru farnir að heiman ;)

Miðvikudagur 8, júlí
Veðurspá morgundagsins var svo góð að ég kom því í gegn að keyra austur í dag. Reyndar var það ekki ákveðið fyrr en að ganga 11 um morguninn.
Fórum úr bænum kl. 13:30 og vorum mætt á EGS 21:30. Keyrðum nokkuð greitt og tókum smá stopp á Höfn og síðan Öxi uppá hérað þar sem við hittum Helgömmu og co. hjá Degi og co.

Fimmtudagur 9. júlí
Nóg að gera í garðinum á Múlaveginum í góðu veðri.

Föstudaguri 10. júlí
Skruppum í sund á Egilsstöðum og fórum svo niður á Seyðisfjörð og sóttum lykla að húsi við ánna sem við leigðum í viku. Gafst reyndar ekki tíma til að sofa þar í nótt, enda ekkert stress. Höfðum upphaflega ætlað að létta undir gistiaðstöðunni á Múlaveginum þar sem von var á slatta af fólki yfir Lunga en fengum húsið bara fram að Lunga helginni. En það var gaman að prófa þetta, þótt að það sé nú alltaf besta að vera á Múlaveginum ;)

Laugardagur 11. júlí
Byrjað að grisja aðeins í trjáræktinni kringum húsið sem veitti heldur betur af þótt að lítið hafi nú sést að eitthvað hafi verið gert. Sundferð með Monsa&strákunum og Sól.

Sunnudagur 12. júlí
Henti saman smá trjáhelliskofa fyrir krakkana. Þar var nú bara greinum hent kringum runna, en nóg til að gott rými var til að hafa sem hús. Kíktum í heimsókn til Monsa&Ástu og hittum þar Óla með Grím og Sigrúni. Ég skrapp á straumkajak á meðan Bjartur lék við Ara Björn.

Mánudagur 13. júlí
Hent í pizzur á Múlaveginum og svo ætlaði Bjartur að gista. Helgama hringdi rétt f. 12 og kom svo með B, ekkert vandamál, bara kominn yfirum og nóg annað að gera en að sinna honum. Þá var hann víst búinn að vera hlaupandi um á fullu...eitthvað sem hann er farinn að gera þegar hann finnur að hann er þreyttur og vill ekki fara að sofa ;)

Þriðjudagur 14. júlí
Sóttum tjaldvagn út í Norðursíld með hjálp frá Monsa.
Ég og Bjartur fórum í göngutúr með Monsa og co. upp fyrir bræðslu og kíktum á gamla stigann.
Sami hópur auk Sunnu fór í sund. Síðan var farið á Múlaveginn að borða og niðrí hús að sofa( sem tók nú smá tíma, aðallega hjá prinsinum sem var orðinn vel þreyttur, enda vakinn kl. 8 í morgun til að passa uppá að snúa sólahringnum ekki alveg við ).

Miðvikudagur 15. júlí
Skellti mér í sláttur á brekkunni við Múlaveginn. Ekki klukkutíma verk og tók samt bara vel á, endaði auðvitað ber að ofan við að heyja( enda er ég perri ;).
Ákveðið að nýta daginn og fara á steinasafn Petru á Stöðvarfirði.
Fengum okkur kaffi á tjaldstæðinu og gengum uppá leikvöll fyrir ofan.
Kíktum til Dags og co. en vorum ekki komin þangað fyrr en um 19:30 þannig að stoppið var stutt, enda var hringt í Helgu og heimilið ekki að höndla það að vera án hennar í nokkra klukkutíma( enginn fékk neitt að borða og Bragi að detta niður í sykrinum ).

Fimmtudagur 16. júlí
Fórum uppí EGS fyrir hádegi til að fara í búð. aldrei lent í jafn mikilli umferð á leiðinni yfir, enda var Norræna að koma og var lengja af bílum niður alla hlíðina EGS megin( við síðust ). Eftir búð fengum við okkur að borða í sjoppunni og heldum svo heim.
Skrapp á sjókajakinn, það var mun skemmtilegra heldur en straumkajakinn, á þessum var maður ekkert að fara að velta svo auðveldlega. Fór í neðra lóðið, yfir grynningar og svo aðeins út fyrir höfnina, en þ.s ég var einn á ferð og í fyrsta skiptið í kajak þá vildi ég nú ekki fara of langt né þreyta mig of mikið. Komst ekki upp grynningarnar þannig að ég dró bátinn bara nokkra metra uppfyrir þær. Tók smá hring kringum hólmann og svo aftur heim. Væri til í að skella mér í fyrramálið með myndavél ef að veður/nenna leyfir ;)
Góður hópur fór í sund þ.s. Bjartur var full mikill að flakka um kútalaus.
Tískusýning Lunga - Rakel - náði ekki að fara þ.s. hún var svo seint og það þurfti að koma stelpunum í svefn.
Strákarnir( Bjartur, Kristján og Leifur ) fóru að veiða með mér og Braga út á Bræðslubryggju. Bjartur náði 2 litlum( einum Marhnút eftir að hafa spurt hvernig hann liti út, ég sagði honum að þeir væru ljótir fiskar en hann var nokkuð ánægður með hvað þessi litli var lítill og sætur =) Bragi náði svo einum vænum og einn mávur lenti í lífshættu þegar hann flæktist og var húkkaður í en slapp eftir að hoppa fram af bryggjunni og ná einhvernvegin að losa sig í leiðinni.

Föstudagur 17. júlí
Skiluðum húsinu og ég fór ekkert aftur á kajak þ.s. ég svaf eitthvað illa um nóttina og nóg var að gera að taka til og þrífa um morguninn.
Kom blíða þannig að það var bara hangið heim á pallinum á Múlaveginum.
Þoka læddist yfir áður en byrjað var að grilla hamborgarafjallið ofan í allan herinn sem gistir á Múlaveginum, hátt í 20 manns.
Monsi & Böggi kíktu og drógu mig út um miðnætti...ráfuðum um, fórum á Láruna, Tjaldstæðið, Láran, pylsa( ekki alltaf sem það er pyslusala á Seyðisfirði ) og svo heim að sofa kl. 5...síðasti maður heim ;)

Laugardagur 18. júlí
Fórum á uppskeruhátið Lunga. Dagný var reyndar vökuð þannig að ég missti af seinni hlutanum, en lék bara við hana frammi á meðan.
Gengum um bæinn, en full kalt kom frá sjó.
Fórum í smá veiði út á bryggju, Sunna kom með, ég veiddi einn stóran sem hafði gleypt öngulinn og þurfti að aflífa. Sunna brjáluð yfir að fá ekki að veiða fisk( þ.e. að fá engann ). Hún var ekki að skilja af hverju ég fékk en ekki hún.
Læri um kvöldið og síðan gengum við Bína um bæinn fullan af fólki á Lunga hátíðinni.

Sunnudagur 19. júlí
Unga fólkið yfirgaf Múlaveginn og hélt heim á leið. Ég, Bjartur, Bragi, Monsi og Ari Björn fórum um fjörðinn í bátnum hjá Monsa.
Um kvöldið fórum við svo út að borða með Monsa&Ástu á Öldunni.


Mánudagur 20. júlí
Fór á Kajak með Sól sem langaði svo að fara á lónið og ég var hæstánægður að komast aftur á kajak sem var leigður hjá Hlyn að þessu sinni. Við f´roum í neðra lónið og rétt komumst aftur upp yfir grynningarnar. Bjartur kom svo niður að lóni og fékk að kíkja með líka.
Rakel eldaði Schmarn, allt of langt síðan ég hef fengið það =)
Gúllassúpa og svo spáð í bolla og kotra...nú var ég að verða búinn að gera allt sem þurfti að gera í ferðinni ;)

Þriðjudagur 21. júlí
Kíktum á Frænku og keyrðum svo heim. Nokkur stopp voru tekin og síðasta stoppið var svo í Kobba kút( sundlaug ) á Selfessi sem við höfðum lengi ætlað að prófa.

Miðvikudagur 22. júlí
Húsdýragarðurinn í blíðu.
Keypti nýja myndavél þar sem sú gamla gaf loksins upp öndina.
Sunna búin á því þegar við komum heim, fór uppí rúm að sofa, vaknaði aftur handónýt og sofnaði frammi.

Fimmtudagur 23. júlí
Bína varð fyrir krakkastóði um nóttina, ég fór með þau fram um 8 og síðan á runtinn. Landbankinn, Sæunn, Beko( ath. hvort hægt væri að gera við gömlu myndavélina, sem var ekki hægt ), Hraunhamar( forvitnast um fasteign ), heim.
Byrjað að taka til eftir ferðalagið. Var kalt framan af degi en sólin lét svo sjá sig og hlýnaði.
Sveitapitlsins draumur hjá B&B um kvöldið

Föstudagur 24. júlí
Skruppum í IKEA skemmtileg tilviljun að við rákumst á Dag & co. í mötuneytinu og ánægjulegt að ná að hitta á þau þ.s. þau voru í smástoppi og áttu ekki von á að ná að kíkja á okkur.
Um kvöldið komu Eyrún&Jobbi&co og Anna&Robbi í pizzu. Alltaf er maður að prófa sig áfram með pizzugerðina ;)

Laugardagur 25. júlí
Lagaði gereftið inná baði( búinn að ætla að gera það síðan síðasta sumar ).
Kjúklingalasagna hjá Bínu sem var alveg rosalega gott.

Sunnudagur 26. júlí
Fórum í sund um morguninn í "gömlu" laugina í Kópavogi og ég fór svo á æfingu með Sambandinu fram á nótt á Borgarnesi.

Mánudagur 27. júlíFór með krakkana á runtinn á meðan að Bína fékk að sofa langleiðina til hádegis eftir að hafa vaknað með þau. Fínasta veður þannig að það var hangið allan daginn í garðinum eins og við gerum svo oft =)

Þriðjudagur 28. júli
Dagný á ferðinni snemma í morgun að reyna að vekja alla.
Haldið áfram að taka til, búrið og bíllinn tekin fyrir í dag.
Grilluðum lambalærissneiðar um kvöldið.

Miðvikudagur 29. júlí
Sund með Monsa&strákunum, en þau eru hér í viku.
Fórum svo í IKEA að pulsa okkur og strákarnir fóru í boltaland.

Fim 30.júl
Húsdýragarðurinn með Monsa&co í rjómablíðu. Vorum mætt fyrir 11 og fórum ekki út úr garðinum fyrr en rétt fyrir 18.

Fös 31. júl
Enn blíða. Fór á smá runt, nennti ekki með bílinn í smurþjónustu þ.s. það var 30 mín. bið og fór heim í garðinn ;)
Hallur og Sæunn komu í pizzu um kvöldið.

Laug 1. ágúst
Blíðan heldur áfram.
Matur hjá B&B
Ég, Monsi og Bjözzi fórum út á smá skrall( heim 4 ;)

Sun 2. ágúst
Þunnur, aðallega að drepast í maganum, kenni bjórnum á Celtic í gær um.
Bjartur eitthvað illa fyrir kallaður í dag sem endaði á því að hann missti af sundferð og Bína&Dagný voru bara heim með honum á meðan ég og Sunna fórum í sund.
Hitti Bjözza um kvöldið. Sátum og glömruðum á gítar&bassa lengi og síðan var rokkaramyndin Pick of Destiny sett í tækið og horft fram á nótt.

Mán 3. ágúst
Já, það var blíða sem við nýttum í göngutúr um Norðurbæinn, nesti í garðinum.
Til að klára sumarfríið var ákveðið að fara á Hereford um kvöldið. Við förum alltaf amk 1 sinni( lágmark ) á ári og höfum verið mjög heppin með að verða okkur ítrekað út um 2fyrir1 þannig að þetta er alltaf vel sloppið kostnaðarlega séð. Þessi máltíð var sú besta sem við höfum fengið þarna( og þá er mikið sagt ), kjötið var fullkomið og allt var bara alveg frábært. Góður endir á góðu sumarfríi =)