sunnudagur, ágúst 09, 2009

Allt vinnst með yðni og erfiði

Einn heima með krakkana í allan dag. Bína var að gæsa Helgu Björt með Bónerhópnum en rak inn nefið tvisvar yfir daginn, aðallega til að gefa Dagnýju. Við hófum daginn á göngutúr sem endaði í úrhellisrigningu sem hrakti okkur heim, enda vorum við bara í pollagöllum en ekki alveg útbúin fyrir svona mikið vatn.
Dagur fór svo í að: mata, leika, taka til, klæða í útiföt, klæða úr útifötum, taka til, mata, leika...og svo framvegis þangað til að endað var á baði og ís yfir sjónvarpinu fyrir háttinn.
Kom mér verulega að óvart hvað mér fannst dagurinn langur að líða og tók bara nokkuð á, en jafnfram afskaplega gaman að vera einn með þessum litlu einstaklingum sem maður á víst helling í ;)

2 ummæli:

harpa sagði...

ja ekki eiga þau sig sjálf.. fyrr en þau verða 18!

farið þið eitthvað austur um jólin?

Logi Helgu sagði...

Þau mega eiga sig ;)

Planið er að fara austur eftir jól og vera yfir áramót. En þið?