sunnudagur, júní 28, 2015
Drullukökumeistarar
Stelpurnar stóðu sig með prýði í kökukeppninni í Kaldárseli í dag...hvað er skemmtilegra en að baka drullukökur :)
laugardagur, júní 27, 2015
Valaból og 100 metra hellirinn
Skelltum okkur í Valaból og 100 metra hellinn...skemmtilegt rölt í góðu veðri með góðu fólki <3
Uppbókað fjölskyldurúm
Fjölskyldurúmið var fullbókað í morgun...ekki pláss fyrir fleiri...veit ekki hvar Bína svaf :D
miðvikudagur, júní 24, 2015
Fjölskyldudagur Víðivalla 2015
Á meðal margra góðra gesta voru Köngulóarmaðurinn og Dreki á ferðinni sem voru hæstánægðir eins og allir sem létu sjá sig :)
Hamborgarahópurinn
Góður "siður" í vinnunni er að góður hópur er skráður í grillborgarahópinn þar sem nokkrir taka fyrir að kaupa, undirbúa og grilla mismunandi hamborgara ofan í hina. Þetta var gert í röð á heimasíðu sem var með upplistun af alls konar ostborgunum og var skemmtilegt framtak :)
mánudagur, júní 22, 2015
Bjór og kvöldvinna
Alltaf gott að eiga félagsskap af góðum bjór þegar maður situr seint um kvöld að heimasíðast :)
Þessi stendur alveg undir nafni og alveg nóg að opna bara einn og drekka á góðum tíma.
sunnudagur, júní 21, 2015
Ráfað og rúllað í sólinni
Þessi voru með í göngutúr um norðurbæinn og eftir smá pásu og pælingar var ákveðið að rúlla sér niður brekkuna...það tók smá tíma og svo hlaupið aðeins um eftir alla snúningana þar sem allir voru vel ringlaðir...þarf ekki mikið til að skemmta sér í góða veðrinu =)
laugardagur, júní 20, 2015
þriðjudagur, júní 16, 2015
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Það er alltaf gaman að skella sér í garðinn með alla með sér...leika sér í tækjunum, kíkja á dýrin og sóla sig aðeins...klappa kanínum...hoppa á ærslabelgnum...sveiflast um með Krakkafossi...klifra í Naglfarinu...skjóta tennisboltum...alltaf nóg að gera =)
laugardagur, júní 06, 2015
Óvissuferð krílanna 2015
Óvissuferð var haldin þar sem 4 óvissuþættir voru afhjúpaðir hver á fætur öðrum. Myndin að ofan er af fyrsta stoppinu hjá (litla) Vitanum í Hafnarfirði þar sem ferðin byrjaði á myndatöku. Svo var haldið áfram um nágrennið...Kleifarvatn, Seltún og Vatnaveröld og Skessuhellir ásamt því að næra okkur.
föstudagur, júní 05, 2015
Bjartur 11 ára
Afmlisstrákurinn var vakinn með söng og pökkum og var hinn ánægðasti að fá dróna í afmælisgjöf sem er núna hægt að leika sér með =)
fimmtudagur, júní 04, 2015
Afmælisveisla í LazerTag
Það var svaka stuð hjá Bjarti og bekkjarfélögum þegar farið var í LazerTag í Smáralindinni...öll komu þau vel sveitt og út keyrð eftir hasarinn og gæddu sér á smá kræsingum til að ná aftur upp vökva og orkutapi =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)