laugardagur, apríl 25, 2015

Aðal leikstaðurinn


Fjölskyldurúmið er helsti leikstaðurinn þessa dagana...það er merkilegt hvað stórt rúm er mikið sameiningarafl fyrir allt þetta fólk...sjá þennan hóp =)

fimmtudagur, apríl 23, 2015

Víðavangshlauparar


Fór með Sunnu & Sindra niðrá Víðistaðatún á fyrsta sumardegi þar sem þau tóku þátt í víðavangshlaupi.
Sindri hljóp með Mána Steini vini sínum og voru þeir hrikalega sætir að passa uppá hvort annan og leiddust megnið af hundrað metrunum sem þeir hlupu.
Sunna náði á verðlaunapall í 3ja sæti og var afskaplega lukkuleg uppá sviði þó ég hafi reyndar ekki náð að smella mynd af henni þar.

sunnudagur, apríl 05, 2015

Páskar á Seyðis


Skelltum okkur austur um páskana og komum á hvítt Austurlandið í ekta vetrarveðri þar sem kuldagallar og sleðar réðu ríkjum og inni fyrir var spilað.
Bjartur fékk klippingu hjá Helgömmu sem var vel þegin þar sem hann var kominn með góðann bítlalubba.
Kíktum á Ársól Heiðu og stelpurnar voru afskaplega hugfangnar af henni og ekki síst Dagný.
Hitastigið fór svo hækkandi og endaði þannig að það voru allir komnir á stuttermaboli áður en við fórum heim, skemmtilegt að ná bæði vetri og vori í einni ferð =)