sunnudagur, apríl 05, 2015

Páskar á Seyðis


Skelltum okkur austur um páskana og komum á hvítt Austurlandið í ekta vetrarveðri þar sem kuldagallar og sleðar réðu ríkjum og inni fyrir var spilað.
Bjartur fékk klippingu hjá Helgömmu sem var vel þegin þar sem hann var kominn með góðann bítlalubba.
Kíktum á Ársól Heiðu og stelpurnar voru afskaplega hugfangnar af henni og ekki síst Dagný.
Hitastigið fór svo hækkandi og endaði þannig að það voru allir komnir á stuttermaboli áður en við fórum heim, skemmtilegt að ná bæði vetri og vori í einni ferð =)

Engin ummæli: