laugardagur, maí 29, 2010

Faust

Þessi leiksýning var alveg við mitt hæfi. Drungalegir tónar, loftfimleikar, djöflar og púkar í bland við leit að hamingju. Hilmir Snær fannst mér sérstaklega koma að óvart og ég er ekki viss um að ég hefði þekkt hann ef ég hefði ekki vitað að hann væri í sýningunni. Verð að mæla með þessari sýningu...það eina sem vantaði að hún væri lengri ;)

Krakkarnir fengu að kíkja til Möllu&Þrastar á meðan og voru hæstánægð með að fá að fara í pottinn hjá þeim. Enda rjómablíða og svo endaði dagurinn með grillveislu og Eurovision á Sævanginum.

fimmtudagur, maí 27, 2010

Fyrsta útskriftin

Bjartur útskrifaðist í dag af leikskólanum. Salurinn var fullur af stoltum foreldrum þegar Álfarnir (elstu bekkingar) héldu tónleika þ.s. þau sungu hvert lagið á fætur öðru við fögnuð áhorfenda. Síðan fengu þau útskriftarplagg og þegar allir voru byrjaði að gæða sér að kræsingum fékk hver og einn möppu með myndum, teikningum og fleiru sem þau hafa gert síðan þau byrjuðu á Víðivöllum.
Afskaplega ánægjuleg stund og gott að vita hvað vel er haldið utan um börnin á leikskólanum.
Nú er það bara sumarfrí í júlí og svo byrjar stóri strákurinn í grunnskóla í ágúst...magnað hvað manni finnst stutt síðan hann mætti á svæðið =)

Kveð fyrirmyndar fólk

Í dag fór ég í síðbúið kveðjukaffi í fyrirmyndar stofnum sem ég hef alið manninn síðasta hálfa fimmta árið, frá árbyrjun 2006, en sagði skilið við þann góða stað síðustu mánaðarmót. Það er alltaf erfitt að segja skilið við góðan stað og gott fólk og að einhverju leiti skilur maður alltaf eftir hluta af sjálfum sér. Þessi fjögur ár voru ákaflega góð og þykir mér afskaplega vænt um alla sem ég kynntist þar enda stóðum við okkur mjög vel og þau munu halda áfram að gera það án mín =) Góð orð féllu í minn garð í dag og get ég ekki annað en þakkað kærlega fyrir falleg blóm sem nú prýða stofuna, Takk kæra starfsfólk Umferðarstofu fyrir mig =)

Ástæða þess að ég skipti um vinnu er að um áramótin ákvað ég að það væri kominn tíma til að ögra sjálfum mér og gera eitthvað "nýtt". Þó ég muni nú seint segja skilið við tölvurnar þá ákvað ég að brydda uppá einhverju öðruvísi á ferilskránni og víkka sjóndeildarhringinn. Eftir stutta leit náðust samningar við Landsbankann sem ég gekk til liðs við fyrir tæpum mánuði.
Nóg er að gera það að komast inní margt sem ég hef aldrei séð áður, þannig að ég er enn meira upptekinn en áður. Mér líst vel á teymið sem ég er í, þar eru menn mikið fyrir að hreyfa sig sem mér fellur ákaflega vel. Þannig að ég er á fullu að kynnast nýju fólki, nýrri menningu, nýjum aðferðum...og líst bara vel á =)

sunnudagur, maí 02, 2010

Leikhúsfólk

Krakkarnir fengu að fara baksviðs í leikhúsið hjá Halli afa fyrir síðustu sýninguna á Oliver. Bjartur var búinn að Hall til að sýna sér sviðsmyndina þ.s. hann hafði svo gaman af síðust heimsókn í leikhúsið. Við fengum að sitja út í sal og fylgjast með söngupphitun hjá krökkunum og höfðu allir gaman af. Bjartur hafði farið með okkur áður að sjá sýninguna og hafði mestan áhuga á leikmyndinni og öllu sem finna mátti baksviðs. Stelpurnar sátu saman og voru bara augun að horfa á alla krakkana dansa og syngja.
Tvemur morgnum seinna voru þær enn syngjandi saman Ólíver, Ólíver. Spurning hvort þær verði einhverntíman syngjandi á sviði...undir stjórn stóra bróðurs ;)