Fórum með Bjart á Ólíver Tvist og höfðum mjög gaman af. Höfðum smá áhyggjur af því að þetta væri kannski of mikið fyrir litla hjartað, en hann er nú orðinn svo stór og skilur fullkomlega að leikhús er ekki raunverulegt. Hann hringdi í afa sinn strax daginn eftir og óskaði eftir að fá að skoða sviðið, alveg heillaður eftir að hafa fengið að skoða sviðið af Kardemommubænum fyrir skemmstu hjá afa sínum.
Fínast sýning og gæti vel hugsað mér að fara aftur og sjá hina yngstu leikarana en stóru barnahlutverkunum er skipt milli tveggja. Finnst mér það helsti kostur leikhússins að bjóða uppá sömu sýninguna með mismunandi leikurum. Þá er hægt að sjá sömu sýninguna tvisvar með mismunandi túlkun mismunandi leikara.
sunnudagur, janúar 10, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli