Það er víst ástand á Íslandi, og í þetta skiptið getum við víst ekki kennt neinum um nema sjálfum okkur. Þótt almúginn hafi nú reyndar engu ráðið þá kaus samt einhver þetta fólk og enginn tekur ábyrgð hér fyrir neinu né neinu frekar en vanalega. Ástandið köllum við kreppu og þótt hún sé byrjuð ímynda ég mér að hún eigi fyrst eftir að láta finna fyrir sér eftir áramót. Vonandi fer land og þjóð ekki of illa út úr þessu og vona ég að samlandar og fleiri sjái til þess...ég er enn of upptekinn í barnauppeldi til þess að taka þátt í þess ;)
Kreppa þarf þó reyndar ekki að vera slæm. Reyndar held ég að eini tíminn sem að góðar hugmyndir séu framkvæmdar sé í kreppu. Þá þarf virkilega að láta hendur standa fram úr ermum og gengur ekkert fyllerí eins og við höfum lifað við síðustu ár.
Ég er blessunarlega laus við að vera með lán í erlendri mynt en verðbólgan mun leika mig grátt á næstunni þ.s. ég er víst langt frá því að vera skuldlaus og verð líklega aldrei. Ég er einnig nokkuð nægjusamur þannig að ég tek þessu með statískri ró og reyni að sjá jákvæðu hliðarnar( að mínu mati ):
Loksins fækkaði @ndsk. fríblöðunum sem ég bað aldrei um að fá í póstkassann hjá mér.
Færri bílar, minni umferð og gott ef það er ekki bara minna af bílum að berjast um bílastæðin við blokkina okkar.
Nægjusemin loksins ríkjandi í stað fyllerísins sem ráðið hefur ríkjum( eða riðið hefur rækjum... ég man aldrei þetta orðatiltæki ;)
Ábyggilega fullt af atriðum sem ég man síðar, þá mun ég skella þeim inn sem athugasemd og þú mátt líka segja mér frá jákvæðri upplifun þinni af "kreppuni" í athugasemdunum ;)
laugardagur, nóvember 29, 2008
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
Hálsbólga
Fékk hálsbólgu í fyrsta skiptið á ævinni...án þess að verða fárveikur. Síðastliðin ár hef ég fengið hálsbólgu amk 4 sinnum á ári en þá fylgir henni beinverkir, kvef, og hiti sem hefur endað með mig uppí sófa/rúmi í 3-4 daga. Ég fór um daginn til galdrakellingar( hómópati ) sem benti mér á ólífulauf sem ég hef verið að taka daglega í nokkra mánuði til að byggja upp ónæmiskerfið og ég er ekki frá því að þetta sé heldur betur að skila sér. Þannig að ég upplifið í fyrsta skiptið að vera með hálsbólgu án þess að vera bólginn í hálsinum. Kannski var þetta bara eitthvað annað en ég hef amk ekki verið veikur lengi og ætla aldrei aftur að verða veikur, ég er búinn að fá nóg fyrir lífstíð ;)
mánudagur, nóvember 24, 2008
Sumarbústaðarferð
Áttum rosalega góða helgi í Karrakoti( þúsund þakkir fyrir lánið Malla & Þröstur ). Alltaf jafn yndilslegt að komast út úr bænum í bústað. Maður gerir allt of lítið af því og vonandi bætir maður það upp með fleiri ferðum á næstunni ;)
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Dagný
Merkilegt hvað nýjasti meðlimurinn er rólegur og vær. Var undirbúinn hverju sem er þegar ég yrði pabbi í þriðja sinn en er bara búinn að svífa á bleiku skýi síðan hún kom og held að nú muni ég ekki aftur finna fyrir tilfinningunni að það vanti einn í krakkahópinn ;)
Dagný og pabbi á skírnardaginn.
Dagný og pabbi á skírnardaginn.
sunnudagur, nóvember 09, 2008
Alvöru hvítlaukspressa
Mig hefur lengið langað í "alvöru" hvítlaukspressu þ.s.ég eyðilegg alltaf þessar ódýru eða þær eru bara ekki nógu góðar. Helstu kostir "alvöru" hvítlaukpressu eru:
...auðvelld í þrifum
...þolir mikið átak
...nýtir laukinn vel
Vitir menn, fékk ég ekki svoleiðis í þrítugsgjöf frá móður minni fyrir helgi. Ég þurfi að vígja hana strax og var hent í pizzu og hvítlauksbrauð. Ég er ekki frá því að það hafi heyrst ánægjuandvarp þegar ég beytti nýju alvöru hvítlaukspressunni í fyrsta skiptið svo fullkomin er hún =)
...auðvelld í þrifum
...þolir mikið átak
...nýtir laukinn vel
Vitir menn, fékk ég ekki svoleiðis í þrítugsgjöf frá móður minni fyrir helgi. Ég þurfi að vígja hana strax og var hent í pizzu og hvítlauksbrauð. Ég er ekki frá því að það hafi heyrst ánægjuandvarp þegar ég beytti nýju alvöru hvítlaukspressunni í fyrsta skiptið svo fullkomin er hún =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)