sunnudagur, nóvember 09, 2008

Alvöru hvítlaukspressa

Mig hefur lengið langað í "alvöru" hvítlaukspressu þ.s.ég eyðilegg alltaf þessar ódýru eða þær eru bara ekki nógu góðar. Helstu kostir "alvöru" hvítlaukpressu eru:
...auðvelld í þrifum
...þolir mikið átak
...nýtir laukinn vel
Vitir menn, fékk ég ekki svoleiðis í þrítugsgjöf frá móður minni fyrir helgi. Ég þurfi að vígja hana strax og var hent í pizzu og hvítlauksbrauð. Ég er ekki frá því að það hafi heyrst ánægjuandvarp þegar ég beytti nýju alvöru hvítlaukspressunni í fyrsta skiptið svo fullkomin er hún =)

Engin ummæli: