fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Hálsbólga

Fékk hálsbólgu í fyrsta skiptið á ævinni...án þess að verða fárveikur. Síðastliðin ár hef ég fengið hálsbólgu amk 4 sinnum á ári en þá fylgir henni beinverkir, kvef, og hiti sem hefur endað með mig uppí sófa/rúmi í 3-4 daga. Ég fór um daginn til galdrakellingar( hómópati ) sem benti mér á ólífulauf sem ég hef verið að taka daglega í nokkra mánuði til að byggja upp ónæmiskerfið og ég er ekki frá því að þetta sé heldur betur að skila sér. Þannig að ég upplifið í fyrsta skiptið að vera með hálsbólgu án þess að vera bólginn í hálsinum. Kannski var þetta bara eitthvað annað en ég hef amk ekki verið veikur lengi og ætla aldrei aftur að verða veikur, ég er búinn að fá nóg fyrir lífstíð ;)

Engin ummæli: