miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt nýtt ár...

...og takk fyrir það sem er að liðna ;)

þriðjudagur, desember 09, 2008

Þrítugur

Logi litliNotalegt að vera vakinn af fjölskyldunni sem kom færandi hendi með gjafir handa gamla manninum sem kominn er á fertugsaldurinn( merkilegt hvað það hljómar verra en að vera orðinn þrítugur ). Bjartur listamaður teiknaði mynd handa pabba sínum alveg eins og E.T. að hnykkla vöðvana. Sunna krútt hafði hjálpað til og Bína búin að setja í ramma svo myndin er tilbúin til að fara uppá vegg. Dagný brosti sýnu breiðasta í tilefni dagsins og morgunmaturinn tilbúinn þegar ég kom fram. Yndisleg börn, yndisleg unnusta, yndislegt líf ;)

laugardagur, desember 06, 2008

Næturjólaverslunarferð

Ég fór í kvöld í afmælisveislu til Magna niðri miðbæ Reykjavíkur. Alltaf gaman að hitta hann og aðra gamla menntskælinga sem ég hef ekki séð í óratíma og var þetta vel heppnuð samkoma þótt ég hafði mætt full seint til leiks...en það þarf nú að sinna fjölskyldunni fyrst ;)
Ég var bílandi þannig að ég fór þegar vel var gengið yfir miðnætti en var búinn að ákveða að kíkja í Hagkaup á leiðinni heim, svona fyrst þeir hafa opið allan sólahringinn. Þetta var afskaplega afslappandi verslunarferð og er víst líka að skila sér í sölu hjá þeim. Það var eitthvað af fólki að renna í gegn, mestmegnis yngra fólk en afskaplega róleg inní búðinni. Reyndar þegar ég gekk framhjá nammiganginum var eins og ég væri kominn inní eina partýið í bænum. Þar var allt krökkt af fólki að fylla á nammipoka af slikki. Veit ekki hvaða þörf grípur fólk til að skella sér í búð um miðja nótt að versla nammi? En ég ráfaði í rólegheitunum um og fann ýmislegt sem ég hafði ætlað mér að finna og fleira sem fékk að fara með heim. Mikil búbót fyrir andlega geðheilsu að versla á svona tíma...alveg sama þótt það kosti kannski meira =)
Merkileg hvað það er góð tilfinning að koma heim þ.s. Bína og 3 krakkar sofa sínu værasta...ætla að skella mér uppí og ná nokkrum tímum þangað til að þau ráðast öll uppí, en það er alveg merkilegt hvað þau vakna alltaf snemma um helgar ;)

mánudagur, desember 01, 2008

Dagurinn þinn

Um daginn(september) tókum við upp dag hvers og eins sem virkar þannig að Bjartur á 5. hvers mánaðar og Sunna á 21. þ.s. við gerum eitthvað sérstaklega að þeirra ósk eða fyrir þau. Þann 5. sept. vorum við reyndar fyrir austan en hann fékk að ráða hádegismat og kvöldmat hjá Helgömmu og var hæstánægður með að fá allt sem hann vildi ;) Á Sunnudaginn( sunnudagurinn 21. sept. ) var dagurinn hennar Sunnu og fórum við öll að sjá Einar Áskel í Þjóðleikhúsinu. Sunna sat hin stilltasta og minnti mikið á bróður sinn sem gat verið yfirmáta settlegur í fjölmenni þegar hann var yngri. Bjartur hafi mjög gaman að og var þetta mjög fróðlegt fyrir svona mikla spekinga eins og hann ;)
Við Bína eigum saman 9. hvers mánaðar sem er mjög gott því þá getum við nýtt amk einn dag í mánuði til að reyna að gera eitthvað bara tvö. Í sept. fórum við á Hereford og klikkar það nú sjaldan. Ég át á mig gat( jafnvel tvö ) sem endaði með því að Bína þurfti að keyra heim þ.s. öll mín líkamsstarfssemi fór í meltinguna. Tengdó passaði fyrir okkur eins og svo oft og er afskaplega gott að eiga góða að og ekki skemmir fyrir að krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að losna við okkur út úr húsi og fá afa&ömmu í staðin ;)
Í október vorum við merkilega upptekin af því að undirbúa og taka á móti Dagnýju litlu ;) og í nóvember voru skírn og bústaðarferð til þess að gera lítið úr þessum dögum en gengur vonandi betur í desember og kannski Dagný fái líka sérstaka meðferð 11. hvers mánaðar ;)