þriðjudagur, maí 27, 2014
Bjartur útskrifast úr Grábræðrum
Bjartur kláraði Grábærður í Skátunum í dag. Hann sýndi okkur eitthvað af starfi vetrarins og síðan var súpa & skátabrauð í boði hjá Hraunbúum. Hann hefur alveg fundið sig í skátunum sem er meira heldur er hin íþróttaáhugamálin sem hafa dottið fljótt uppfyrir.
Dagný útskrifast úr leikskólanum
mánudagur, maí 26, 2014
Skipulagsnördar
Ég og Sunna settum smá tilraun að mánaðar- & vikuskipulagi uppá vegg inná gangi hjá okkur í dag. Þannig að hægt er að sjá hvaða mánuður er í gangi og hvað er að gerast í vikunni...hugsa að þetta gæti verið þægilegt að sjá hvaða íþróttir eru hjá krökkunum og hvenær hver er að fara hvert...stundum (allt í lagi oft) get ég ekki munað þetta allt =)
laugardagur, maí 24, 2014
Vaskir menn
Fríður hópur vaskra Bandýdos manna sem tók þátt í móti í dag...látum ekkert of mikið sagt um frammistöðuna...það er fyrir öllu að taka þátt og hafa gaman að =)
Alltaf haft mjög gaman af þessu sporti frá því í íþróttum hjá Unni Óskars í Seyðisfjarðaskóla...verður gaman að vita hvað maður nær að verða gamall enn að spila þetta?
Alltaf haft mjög gaman af þessu sporti frá því í íþróttum hjá Unni Óskars í Seyðisfjarðaskóla...verður gaman að vita hvað maður nær að verða gamall enn að spila þetta?
mánudagur, maí 19, 2014
Fjórða Bjólfsárinu slúttað
Eins og alltaf er tímabilið hjá Bjólfi klárað með lokamóti í bústað. Það var góð helgi eins og alltaf áður. Ég náði mér í góðan svefn í "svefnbústaðnum" og þess á milli var skemmt sér við pókerspil, eldamennsku, át, heitan pott, sögur, söng í góðum félagssap. Skemmtilegur hópur sem ég er afskaplega ánægður með að vera hluti af =)
Það er alltaf jafn gaman að koma heim á sunnudeginum og hitta aftur fjölskylduna...þó þetta séu 2 heilir dagar þá líða þeir svo fljótt að maður varla nær að hugsa heim nema þegar síminn er tekinn upp...en í dag er það með mynd þannig að maður fær að sjá fólkið og einfaldar það mikið =)
Það er alltaf jafn gaman að koma heim á sunnudeginum og hitta aftur fjölskylduna...þó þetta séu 2 heilir dagar þá líða þeir svo fljótt að maður varla nær að hugsa heim nema þegar síminn er tekinn upp...en í dag er það með mynd þannig að maður fær að sjá fólkið og einfaldar það mikið =)
sunnudagur, maí 18, 2014
Stelpurnar góðar saman
Það er ótrúlegt hvað Sunna & Dagný eru góðar saman og hafa alltaf verið. Frá því að Dagný mætti á svæðið hefur Sunna alltaf verið svo góð við hana (eins og aðra) og Dagný hefur alltaf grætt svo mikið á því að eiga eldri systur sem hugsar svona vel um hana. Þær geta leikið sér næstum endalaust og stórmerkilegt hvað það verður lítið um árekstra...vonandi verður þetta alltaf svona yndilegt á milli þeirra =)
sunnudagur, maí 11, 2014
Helgarferð í Karrakot
Ég fór með krakkana á föstudegi þar sem Bína var að halda stelpupartý og það er nú alltaf gaman að koma í Karrakot. Á laugardeginum mættu og allar skvísurnar eftir að hafa skemmt sér kvöldið áður á meðan framkvæmdir við matjurtargarða voru komnar á fullt. Það var mokað vörubílshlassi af mold, klippir runnar, grafnar holur og ýmsu plantað. Allir voru duglegir að hjálpa til og finnst mér nú aldrei leiðinlegt að komast í smá garðvinnu. Dagný var mjög spennt að fá að sturta af ballinum og fékk svo að "stýra". Bjartur var duglegur að klippa og Sunna að hjálpa til. Sindri var nú ekki mikið að taka þátt...aðallega að frekjast í gönguferðinni eins og sjá má í maíalbúminu ;) Þannig að ferðin endaði lengri en eins dags ferð og var miklu betri fyrir vikið =)
föstudagur, maí 09, 2014
Afmælisdagur sætustu
Ég fór snemma á fætur til að finna til afmælisgjafir handa Bínu sem átti að fara með í rúmmið til hennar. Þegar ég kom fram heyrði ég umgang og fann Dagný að föndra perlur uppá strá. Hún hafði verið að gera það kvöldið áður og ég hafði sagt henni að hún yrði að vakna snemma til að klára...sem hún og gerði =)
Bína hafði boðið í stelpupartý og ég fengið boð frá Þresti að koma í Karrakot með krakkana sem henta einstaklega vel.
Síðar um daginn keypti ég líka loksins hátalara inní stofuna þannig að skvísurnar gætu nú "blastað" aðeins í tónlistinni =) Hún Bína á það svo skilið að fá allt sem hana langar í...vildi að ég gæti gefið henni allan heiminn...en hún fær bara litla hluta af honum í einu =)
Bína hafði boðið í stelpupartý og ég fengið boð frá Þresti að koma í Karrakot með krakkana sem henta einstaklega vel.
Síðar um daginn keypti ég líka loksins hátalara inní stofuna þannig að skvísurnar gætu nú "blastað" aðeins í tónlistinni =) Hún Bína á það svo skilið að fá allt sem hana langar í...vildi að ég gæti gefið henni allan heiminn...en hún fær bara litla hluta af honum í einu =)
þriðjudagur, maí 06, 2014
Júróvisjón
Engin spurning með hverjum var haldið hér á bæ ;)
Alltaf notalegt fjölskyldustund að horfa á Eurovision. Þó svo í ár hafi ég meira verið upptekinn í að fylgjast með umræðunni á twitter um #12stig heldur en að fylgjast með sjónvarpsútsendingunni, enda margt skemmtilegt sem þar kemur fram ;)
Efnisorð:
fjölskyldan,
heimilið,
Ísland,
menning,
tónlist
mánudagur, maí 05, 2014
Snorri fékk Snorra
fimmtudagur, maí 01, 2014
Ballerínurnar á sama sviði
Þær væru flottar systurnar á sviðinu í Borgarleikhúsinu á uppskerusýningunni hjá Listdansskóla Hafnarfjarðar. Sunna í þriðja sinn og Dagný nú loksins orðin nógu gömul til að taka þátt eftir að hafa horft á systur sína undanfarin ár úr salnum.
Þannig að við Bína, Bjartur & Bekka amma vorum í salnum og nutum þess að horfa á skvísurnar dansa í ár =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)