mánudagur, maí 19, 2014

Fjórða Bjólfsárinu slúttað

Eins og alltaf er tímabilið hjá Bjólfi klárað með lokamóti í bústað. Það var góð helgi eins og alltaf áður. Ég náði mér í góðan svefn í "svefnbústaðnum" og þess á milli var skemmt sér við pókerspil, eldamennsku, át, heitan pott, sögur, söng í góðum félagssap. Skemmtilegur hópur sem ég er afskaplega ánægður með að vera hluti af =)
Það er alltaf jafn gaman að koma heim á sunnudeginum og hitta aftur fjölskylduna...þó þetta séu 2 heilir dagar þá líða þeir svo fljótt að maður varla nær að hugsa heim nema þegar síminn er tekinn upp...en í dag er það með mynd þannig að maður fær að sjá fólkið og einfaldar það mikið =)

Engin ummæli: