sunnudagur, maí 27, 2012

Fjölskyldukort í Húsdýragarðinum


Það viðraði svo fínt á Hvítasunnudaginn að við skelltum okkur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og fengum okkur á árskort til að hafa góða ástæða til að kíkja nokkrum sinnum í garðinn í sumar og jafnvel yfir veturinn.
Stóru krakkarnir léku sér sjálfir og hlupu um á meðan við fylgdumst með þeim yngri. Sunna var ein í Krakkafossinum að fara hverja ferðina á eftir annari þannig að ég og Dagný fórum með henni. Það var hin mesta skemmtun og var Dagný alveg að missa sig úr spenningi því þetta þótti henni svo skemmtilegt.
Þannig að við eigum ábyggilega eftir að taka nokkrar ferðir í sumar og kíkja á dýrin og leiktækin ;)

föstudagur, maí 25, 2012

Sunna útskrifast af Víðivöllum


Sunna kláraði leikskólann í dag. Þá eru bara nokkrir dagar eftir fram að sumarfríi, þar á meðal útskriftarferð, vorhátið og fleira skemmtilegt og síðan tekur skólinn við hjá henni eftir sumarið. Hún er afskaplega dugleg og á ábyggilega eftir að standa sig með prýði í því verkefni =)

miðvikudagur, maí 16, 2012

Bjórskólinn


Fór með frábæru fólki í bjórskólann og er búinn að bíða þess lengi að setjast á þennan skólabekk. Ég byrjaði reyndar að spyrja kennarann út í ýmsar staðreyndir sem ég þekki varðandi framleiðsluna hjá Borg. Þegar ég spurði hvort við fengjum Snorra leiðrétti kennarinn mig að það væri Sumarliði sem væri á leiðinni. En þegar ljóst var að Snorri lá einnig á tönkum endaði það þannig að ég fékk viðurnefnið Snorri það kvöldið svona fyrir að vera "besserwisserinn" í bekknum ;)
Eftir skólann fórum við í bæinn að fræðast meira og nýta okkur þann lærdóm sem við meðtókum. Frábært kvöld með frábæru fólki og hin mesta skemmtun. Ég er klár á því að ég muni þurfa að fara í endurmenntun við tækifæri ;)

þriðjudagur, maí 01, 2012

Sunna í Borgarleikhúsinu


Sunna kláraði ballettinn í dag með sýningu í Borgarleikhúsinu ásamt stórum hóp nemenda í Listdandsskóla Hafnarfjarðar.
Hún var rosalega flott og vorum við afskaplega stolt af stóru stelpunni sem stóð sig með prýði og var rosalega dugleg í öllum undirbúningum og æfingum undanfarið og í dag.
Sindri "litli" fékk að vera heima hjá Svölu, Lilju og Ásthildi en Bekka amma kom í hans stað með okkur að horfa.
Bjartur var nú ekki að nenna þegar við lögum af stað en hann hafði rosalega gaman að kynninum og ekki síður öllum atriðunum. Dagný var ekkert smá spennt að sjá systur sína á sviðinu og veifaði henni og kallaði þegar hún loksins sá hana. Spurði Sunnu í kvöld hvort hún hefði séð okkur og hún sagðist hafa séð höndina hennar Dagný vera að veifa sér ;).
Eftir sýningu afhenti Bjartur henni rauða rós frá okkur til að fagna þessari fyrstu alvöru sýningu hjá ballerínunni. Eftir var svo haldið uppá frammistöðuna með ísbíltúr ;)