miðvikudagur, maí 16, 2012

Bjórskólinn


Fór með frábæru fólki í bjórskólann og er búinn að bíða þess lengi að setjast á þennan skólabekk. Ég byrjaði reyndar að spyrja kennarann út í ýmsar staðreyndir sem ég þekki varðandi framleiðsluna hjá Borg. Þegar ég spurði hvort við fengjum Snorra leiðrétti kennarinn mig að það væri Sumarliði sem væri á leiðinni. En þegar ljóst var að Snorri lá einnig á tönkum endaði það þannig að ég fékk viðurnefnið Snorri það kvöldið svona fyrir að vera "besserwisserinn" í bekknum ;)
Eftir skólann fórum við í bæinn að fræðast meira og nýta okkur þann lærdóm sem við meðtókum. Frábært kvöld með frábæru fólki og hin mesta skemmtun. Ég er klár á því að ég muni þurfa að fara í endurmenntun við tækifæri ;)

Engin ummæli: