sunnudagur, maí 27, 2012

Fjölskyldukort í Húsdýragarðinum


Það viðraði svo fínt á Hvítasunnudaginn að við skelltum okkur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn og fengum okkur á árskort til að hafa góða ástæða til að kíkja nokkrum sinnum í garðinn í sumar og jafnvel yfir veturinn.
Stóru krakkarnir léku sér sjálfir og hlupu um á meðan við fylgdumst með þeim yngri. Sunna var ein í Krakkafossinum að fara hverja ferðina á eftir annari þannig að ég og Dagný fórum með henni. Það var hin mesta skemmtun og var Dagný alveg að missa sig úr spenningi því þetta þótti henni svo skemmtilegt.
Þannig að við eigum ábyggilega eftir að taka nokkrar ferðir í sumar og kíkja á dýrin og leiktækin ;)

Engin ummæli: