sunnudagur, janúar 29, 2012
Bína sæta
Allt of sjaldan gefst mér tími til að njóta þess að horfa á Bínu mína...ætli þetta verði ekki árið sem við látum loksins verða af því að gifta okkur. Þegar við trúlofuðumst var ég á því að gera þetta 2012 en hún ætlaði nú ekki að vera svo lengi trúlofuð...en barneignir hafa tafið þetta...nú eru þær víst ekki lengur afsökun þannig að það er best að koma þessu í farveg ;)
mánudagur, janúar 23, 2012
Karate-Bjartur
Bjartur kláraði fyrstu gráðunina sína í karate á síðasta ári. Það var rosalega gaman að sjá hvað krakkarnir voru flottir og samstilltir. Hann segist nú aðeins vilja vera í þessu til að fá fjólubláa beltið (uppáhalds liturinn)...en það er svo sem jafn góð ástæða og hver önnur. Á meðan hann mætir og hefur gaman að þessu er það bara besta mál. Fékk svo galla á nýju ári þannig sem hann tekur sig rosalega vel út í og verður gaman að sjá hvernig karateiðkun hans verður. Hann er flottur þegar hann klæðir sig heima og tekur æfingar, þannig að ég bíð bara spenntur eftir næstu gráðun að sjá hann.
sunnudagur, janúar 22, 2012
Keiluferð
Skelltum okkur öll saman í keilu í dag. Alltaf á dagskrá að nýta helgarnar betur og gera eitthvað meira saman. Þetta var liður í því og þó okkur hafi nú ekki tekist að klára heilan leik var þetta mjög skemmtilegt. Hjálpaði mikið til þegar að fjölskyldan á næstu braut benti okkur á rennur sem krakkarnir gátu notað til að koma kúlunum áfram en fram að því vorum við að hjálpa þeim með að kasta...sem var líka bara gaman =)
laugardagur, janúar 21, 2012
Handmálað veggfóður
Bína tók sig til um daginn og ákvað að mála vegginn yfir eldhúsborðinu. Hún ákvað að handmála veggfóður á hann sem mér leist nú ekkert á. Hún var mjög bjartsýn á hvað hún ætlaði að vera fljót að þessu og dróst það aðeins. En útkoman er æðislegt...ég veit ekki hvað ég var að tuða yfir þessu...hún er með mun betra auga fyrir þessu og það er einstaklega notaleg tilfinning að sitja inní eldhúsi núna. Eigum bara eftir að finna til ramm&myndir og setja á veginn...en það er fínt að njóta nektar hans aðeins =)
fimmtudagur, janúar 19, 2012
Nóg að gera á nýju ári
Árið fór af stað á þvi að allir fóru til vinnu. Bína sneri aftur eftir árs frí og Sindri byrjaði á sama tíma í leikskólanum. Það eru víst einu fríðindin við að vera leikskólakennari að koma krakka fyrr að...þó það sé ekki einu sinni leyfilegt, en ekki hefur leikskólinn lengur kjör fram yfir kennara eða afslátt af skólagjöldum :|
Það tók Sindra nokkra daga að venjast en lítur bara mjög vel út og verður gaman að sjá hvernig hann tekur í að vera allan daginn.
Okkur tókst að leggjast í veikindi við upphaf árs. Áttum von á því að Sindri myndi taka allt inná sig við að byrja í leikskólanum en þá var það Bína sem lagðist fyrir. Á saman tíma náði ég mér í einhverja flensu og var það ekkert grín að vera bæði veik með 4 börn...en sem betur fer tókst mér að hrista það fljótt af mér og fenguð við hjálp hjá nærstöddum með krakkana sem reddaði okkur alveg.
Vetur hefur verið þónokkur (svona miðað við það sem ég hef séð á þessum landshluta) og nokkur kuldi...fátt betra en að vera inni eftir sleðaferð með nýbakaða snúða sem Bína kann svo sannarlega að gera =)
Þannig að árið byrjar eins og oft áður að ég sé engan vegin hvernig ég að gera allt sem mig langar til að gera miðað við allt sem ég þarf að gera ;)
miðvikudagur, janúar 18, 2012
Óheilsa
Veikur! Var slappur á mánudagskvöldið en náði nú vinnu í gær en handónýtur í dag. Ekki sáttur við að hafa ekki verið búinn að að taka ólífulauf síðustu vikur...vonandi var það ástæða þess að líkaminn réð ekki við þetta. Nokkrir mánuðir síðan ég var síðast frá vegna veikinda, þannig að teljarinn aftur núllstilltur...og búið að kaupa ólífulauf ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)