sunnudagur, apríl 24, 2011

föstudagur, apríl 08, 2011

Steggjun 2011

Bjözzi var tekinn í smá steggjun í dag af sínum nánustu. Dagskráin var nokkuð einföld: taka upp ástarlag & myndband til Helgu. Hans nánustu tóku drykkjuna að sér og leystu Björninn þannig undan þeirri skyldu og tókst þeim heldur betur vel til ;) Góður dagur í góðra vina hóp og hérna má líta þá sem sáu um daginn:

miðvikudagur, apríl 06, 2011

Áhætt spil misjafnt gengr til


Ég hef mjög gaman af Texas Holdem póker. Finnst leikurinn afskaplega margþættur og hægt að spila hann á margan hátt, t.d. út frá spilunum, út frá leikmönnum eða með flóknari leiðum ;)
Mjög skemmtilegt að vera hluti af pókerklúbb og frábært hversu gott starf formaðurinn hefur unnið.
Síðan byrjuðu Bónerkarlarnir á öðru pókerárinu í gærkvöld og notumst við að mestu við mótafyrirkomulagið hjá Bjólfi. Í fyrra var það Firday night poker en ákveðið var að hafa það Tuesday night poker þ.s. það hentaði betur að ná mönnum saman á þeim tíma. Fyrsta kvöldið gekk vel, þannig að nú er bara að sjá hvernig hin 5 ganga en úrslitin verða ekki ljós fyrr en undir lok árs.

Spilamennskan hjá mér er reyndar svoldið mikið inná heppnina ...en svo framarlega sem hún er mér hliðholl er það í lagi ;)