miðvikudagur, febrúar 18, 2015
Ösku(r)dagur
Það getur verið erfitt að klæða sig í búning þegar maður fær ekki að ráða öllu eða ekki í skapi til þess. Helmingurinn var alveg í góða skapinu á meðan hinn helmingurinn var í S-inu sínu ;)
laugardagur, febrúar 07, 2015
Fólkið skapar menninguna
Á UTMessunni í ár var margt áhugavert og sérstaklega gaman að taka Bjart (litla nördinn minn) með. Hann fær þar að hjálpa til í kaffinu og einnig að skoða eins og honum sýnist og ráfa um. Í ár var ég með smá fyrirlestur og sá nokkra áhugaverða og hitti fullt af góðu fólki...alltaf skemmtilegur (nörda)viðburður =)
sunnudagur, febrúar 01, 2015
250 doppur
Það var ákveðið að kveðja hvíta tréið á bleika veggnum og skipta út fyrir hvítar doppur á bláum vegg. Þannig að stelpurnar hjálpuðu til við að mála veggina hjá Dagný og síðan var byrjað að skipuleggja hvernig ætti að mála doppurnar. Eftir ýmsar hugmyndir var byrjað og það tók smá tíma að mála eina doppu í einu með skapalóninu...en þetta kom vel út að lokum og var Dagný hæstánægð með verkið =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)