miðvikudagur, nóvember 28, 2001

Fæ ekki alla íslensku stafina inn en hverjum er ekki sama.
Veikindadagur. Dæmigert ad verda veikur, thad er aldrei réttur tími til ad vera veikur...

fimmtudagur, nóvember 22, 2001

Kominn a makkann, vantar bara islensku stafina, thetta er yndislegt leikfang :)
Mac mac mac, hljómar ekki ósvipað og flap flap flap. Það er ekkert nema æði að vera kominn með makka. Ætli þetta verði ekki seinasta innsetning sem ég geri á gömlu 350Mhz PC heimilisvélina mína. Nú er komin ný hjásvæfa Ti2, og ég fíla hana geðveikt. Prufaði einnig að setja inn XP á pésann áður en maður losar sig við hann, og þeir mega eiga það að hægt er að setja mac útlit á stýrikerfið núna þannig að loksins lítur Windows almennilega út. Held að ég verði að taka upp eldri manna siði og fussa og sveija yfir því sem mér líkar ekki...þ.e. alltaf þegar ég sé Windows. Hef ekkert á móti þeim, fann mér bara betra viðhald. :)

þriðjudagur, nóvember 20, 2001

Réttdræpir eru þeir sem skrifa tölvuvírusa. Einhvernveginn tókst mér að sýkja vélina heima og hún hafði aðgang að heimsvæðinu, þannig að þetta eru búinir að vera skemmtilegir tveir dagar í baráttunni um gögnin. En mér tókst að endurheimta mest allt, tapaði þó nokkrum flottum myndum af Pamelu sem ég þarf að finna aftur.

mánudagur, nóvember 12, 2001

Loksins hafi ég kvenmann til aðstoðar við fatainnkaup. Helga hjálpaði mér að finna eitthvað sem ég get farið í. Það er mér ómugulegt að kaupa flíkur án þess að njóta aðstoðar frá hinu kyninu. Þetta er bara fötlun hjá mér...eða áhugaleysi :)

sunnudagur, nóvember 11, 2001

Náði merkilega góðu fíling á lífinu í kvöld. Veit ekki hvort ég á að vorkenna eða dást að þeim sem nenna að halda sig inn í tískunni, en ég er allavegana ekki að gera það þessa dagana frekar en aðra.

þriðjudagur, nóvember 06, 2001

Algjör snilld þetta internet og tækniöld. Á sunnudaginn sat ég heima við rigerðasmíðar þegar að ég komst að því að Smu smu, Rassgat og Fuji voru í vinnunni. Við Fuji settum upp talsamband í gegnum messenger og síðan spiluðum við allir Risk 2 og allt í gegnum netið. Þetta var eins og að sitja í vinnunni og leika mér við þá, algjör snilld á sunnudagskvöldi, eða reyndar fór þetta langt fram á nóttina, en það var bara gaman.

sunnudagur, nóvember 04, 2001

Ég, Mosni, Rassgat, Smu smu, og Engilinn fengum okkur pizzu á Eldsmiðjunni. Síðan fengum við Monsi okkur bjóra hjá honum og kíktum í bæinn. Var kominn í geðveikan fíling til að vera í bænum, en það endaði allt í einhverju fluff fluff fluffi hjá öllum þannig að ég fór heim um 3.

laugardagur, nóvember 03, 2001

Auðunn bjargaði mér frá því að fara að læra á föstudagskvöldi. Hann tók mig með í "singles" partý. Það heppnaðist ótrúlega vel miðað við það að fáir þekktst. Ég þekkti aðeins Auðunn þegar ég mætti. Ég kunni reydnar ekki við að taka myndir þarna þar sem ég þekkti fólkið ekki. En stelpurnar sem skipulögðu þetta eiga hrós skilið fyrir skemmtilegt framtak. (Skemmtileg tilviljun að það einmitt sama pæling í sjónvarpsþættinum "Sex in the city" um daginn, enda sögðust þær hafa fengið hugmyndina þar), fínt kvöld :)

fimmtudagur, nóvember 01, 2001

Sól hélt upp á 3 ára afmælið sitt um daginn, og hérna má sjá myndir úr veislunni. Er að vinna að rigerð um gervigreind fyrir skólann þessa dagana og mér finnst það alveg stórmerkilegt þegar að lítið barn getur borið kennsl á mann, heilsað manni og tengt fyrri kynni við mann. Ég er mjög hrifinn af gervigreindarpælingum, þótt að ég hafi nú ekki mikla trú á því að maðurinn sjálfur muni skapa hana, þar sem ég held að maðurinn sé ekki í raun meðvitaður þar sem hann skilur ekki enn sjálfið í sér. Hvað sem það nú er. En merkilegt fyrirbrygði maðurinn!