fimmtudagur, nóvember 01, 2001

Sól hélt upp á 3 ára afmælið sitt um daginn, og hérna má sjá myndir úr veislunni. Er að vinna að rigerð um gervigreind fyrir skólann þessa dagana og mér finnst það alveg stórmerkilegt þegar að lítið barn getur borið kennsl á mann, heilsað manni og tengt fyrri kynni við mann. Ég er mjög hrifinn af gervigreindarpælingum, þótt að ég hafi nú ekki mikla trú á því að maðurinn sjálfur muni skapa hana, þar sem ég held að maðurinn sé ekki í raun meðvitaður þar sem hann skilur ekki enn sjálfið í sér. Hvað sem það nú er. En merkilegt fyrirbrygði maðurinn!

Engin ummæli: