fimmtudagur, september 29, 2011
Allt um pókermót á einu blaði
Ég hef mjög gaman af því að hitta góða félaga og taka póker (Texas Holdem no limit) og fékk þá flugu í höfuðið um daginn að það væri gaman að vera með einblöðung sem myndi skýra leikinn.
Það þarf oft að rifja upp hendurnar, hvað spilapeningarnir gilda og ýmsar siðareglur sem menn vilja gleyma ;) Þannig að það er ýmsilegt sem kemur þarna fram og sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru að læra leikinn en einnig gott að hafa við höndina þegar mót er haldið.
Þannig að ég tók mig til...tók reyndar smá tíma... að safna saman því sem ég vildi hafa þarna og setja það upp. Fékk góða hjálp frá Ella og blaðið má nú finna á alltumpóker.com þar sem við erum að byggja upp vef kringum póker.
Þetta ætti að nýtast mörgum og síðan er bara að sjá hvort þetta verði ekki uppfært og bætt með tímanum =)
sunnudagur, september 11, 2011
Pizzuilmur
Alltaf jafn gaman að skella í pizzu og merkileg hvað ilmurinn af pizzadeiginu er góð ;)
Síðan er stóra spurningin hvaða álegga fara á. Uppáhalds samsetningarar eru (í engri sérstakri röð):
- Klassík - papperóní, paprika og laukur
- Blómasprengjan - peppersóní, ananas, chillipipar og svartur pipar
- Hómerinn - pepperoní, grænar ólífur, rjómaostur og svartur pipar
Klassík var í mörg ár uppáhaldið en síðustu ár hafa hinar tvær sótt svo í veðrið að ég get ekki gert uppá milli.
Er nú ekki mikið að prófa eitthvað nýtt, en væri gaman að fá tillögur í comment um nýtt ;)
föstudagur, september 09, 2011
Nýtt tímabil hefst hjá Bjólfi
Nýtt tímabil hófst hjá Bjólfi með "árlegu" afmælismóti hjá Iðnaðarmanninum. Ánægjulegt að hitta menn aftur og gaman að byrja mótaröð eftir sumarfrí.
Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel, kannski af því ég var hálf þreyttur eftir langan dag, en ég var hvorki nógu heitur né heppinn. Tók svo áhættu á að hitta á lit móti setti en lenti á móti 2 húsum og var dottin út áður en höndin var öll komin í borð. Síðan var tekið smá aukaspil á næsta borði hjá þeim sem voru dottnir út og spjallað langt fram eftir nóttu.
Óvissuferð Þróunar 2011
Nóg af óvissuferðum þessa dagana ;) Nú var röðin komin að óvissuferð Þróunar Landsbankans 2011 (Þróun er deildin sem ég tilheyri þar sem tölvunördar og fleiri eru). Byrjað var að rútuferðalagi en þar sem ég var bílandi hafði ég meðferðis tvö afmælisbörn sem byrjuðu strax að skemmta sér á leiðinni og voru einstaklega hress og góðir ferðafélagar.
Rúturnar enduðu með skarann uppí Kjós þar sem farið var í ýmsa leiki á túninu fyrir neðan Ungmennafélagið Dreng. Síðan tók við létt bjórsmökkun (margir orðir bjórþurfi á þeim tímapunkti), bændaglíma og smá ferðalag í Matarbúrið þar sem við kynntumst ostagerð og lífrænni búfjarrækt.
Grill tók svo við í Dreng og eftir það stakk ég af því ég hafði lofað að vera mættur annað um kvöldið þannig að ég missti af restinu á kvöldinu sem hefur ábyggilega verið hress og vænti ég þess að afmælisbörnin hafi verið hressust allra ;)
laugardagur, september 03, 2011
Óvissuferð Bóners 2011
Fyrsta óvissuferð Bóners varð loksins að veruleika. Það hefur verið rætt um þetta lengi og Linda&Siggi tóku að sér að skipuleggja ferðina í ár. Úr varð hin mesta skemmtun þar sem sungið var með rónum, dansað á Laugarveginum og gert undarlega mikið af því að knúsa ókunnuga. Fabrikkan & Skemmtigarðurinn fylgdu svo í kjölfarið og endað í veislu hjá skipuleggjendunum. Allt var þetta skipulagt í þaula og meira að segja bílar og ökumenn til reiðu og verður erfitt að toppa þetta að ári ;)
Þegar ég var búinn að vera að í tólf tíma gafst ég upp á djamminu og kom mér heim, enda vissi ég að í fyrramálið biðu mín nokkrir litlir einstaklingar sem þurfa víst að fá smá athygli af og til ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)