miðvikudagur, nóvember 27, 2002
Fór í íþróttir á mánudaginn og þar var einn sem var að ná sér uppúr veikindum. Kl. 8 um kvöldið var minn orðinn grænn í framan og kl. 11 var þessi líka heljarinnar ælusyrpa tekin. Svaf samt alla nóttina og allan þriðjudaginn, vaknaði ekki fyrr en 7 um kvöldið og þá var bara horft á TV enda var ég tæplega með rænu til að gera meira og ekki bætti hausverkurinn neinu góðu við. Bína líka orðin veik í dag, en ég virðist vera að skríða saman, verst er bara að allir þeir sem hafa verið veikir undanfarið hafa víst verið veikir í sólahring og svo slegið aftur niður stuttu seinna þannig að maður verður víst að vera rólegur næstu daga :@
mánudagur, nóvember 25, 2002
Fórum í bústað um helgina. Vorum 8 á föstudaginn og svo 13 í átta manna bústað. Það reddaðist nú allt og allir fengu rúm á endanum :) Allt var þetta hin fínasta ferð, mikil afslöppun, mikið borðað, mínigólf, heiti pottur, ísköld ógeðslega skítug sundlaug[sem auðvitað allir karlmenn þurfu að koma sér vel fyrir í :)], fínasta veður, Actionarý, engin PS2 :@, þannig að þetta var allt mjög gott.
Þegar við komum svo í bæinn í gær nenntum við ekki að elda og fórum á MacDonónal...ekki oft sem við förum þangað saman, en ætluðum bara að fá okkur franskar, sem breyttus auðvitað í aðeins meira. Fórum síðan í HFN að skoða teikningar að íbúðum í HFN sem við erum ekki alveg 100% ánægð með, enda voru þær tilbúnar snemma á næsta ári sem aðeins og snemmt fyrir innkaup. Til að fullkoma letina fórum við á Harry Potter 2 með Monsa, Ástu og Lilju. Fínasta mynd, þó ég hefði alveg viljað sleppa þessum ofur-væmnisendi :)
Þegar við komum svo í bæinn í gær nenntum við ekki að elda og fórum á MacDonónal...ekki oft sem við förum þangað saman, en ætluðum bara að fá okkur franskar, sem breyttus auðvitað í aðeins meira. Fórum síðan í HFN að skoða teikningar að íbúðum í HFN sem við erum ekki alveg 100% ánægð með, enda voru þær tilbúnar snemma á næsta ári sem aðeins og snemmt fyrir innkaup. Til að fullkoma letina fórum við á Harry Potter 2 með Monsa, Ástu og Lilju. Fínasta mynd, þó ég hefði alveg viljað sleppa þessum ofur-væmnisendi :)
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
Dreymdi að ég og Bína vorum á Seyðó, að fara að sofa f. utan húsið sem er fyrir neðan afleggjarann minn á Múlaveginum. Þar voru einhverjir spekúlantar og listamenn að ræða um eitthvað sem ég skildi enganveginn. Vaknaði um morguninn við mannaferðir og síðan var komin snjókoma, þá var komið þak yfir okkur. Pabbi var svo að tala um að hann hefði aldrei séð annað eins og þá fórum við á fætur. Þegar út var komið mátti sjá, engan snjó, lengst uppí himingeiminn, hvar reikistjörnur og plánetur þurstu um. Síðan fór sólin bakvið fjöllin en í rökkrinu var heilmikið að sjá, undarleg ljós, gerfihnetti og fleira. Gerfihnöttur virtist vera að lenda á þakinu en þá var það aðeins plastmódel. Svo virtist sem allir hlutir í gufuhvofi jarðar, og fleiri, væru að dragast að jörðinni og ég tók eftir að heljarinnar turn, ekki ósviðpaður Effelturninum, var að lenda í firðinum. Virtist sem vísindamenn í bandaríkjunum hefðu verið að reyna að afpóla jörðina, eða laga ózonlagið, sem varð til þess að allt fór til fjandans. Þá var bara að bíða og sjá hvort eitthvað lenti á manni?
mánudagur, nóvember 18, 2002
sunnudagur, nóvember 17, 2002
Vá, ég var nú bara skíthræddur við Bínu í kvöld...eða núna í nótt, hún var sofnuð og ég var í tölvunni, var á leið í háttinn og spurði hana hvort hún ætlaði ekki að busta en náði ekki sambandi við hana. Tók þá eftir að tærnar hennar stóðu útúr sænginnig og tók til við að kítla þær sem endaði með því að hún settist upp og sló í rúmið alveg brjáluð. Mér brá heldur betur og vissi ekki hvað var í gangi :)
Annars áttum við gott kvöld, grilluðum kjúlkingabringur og fullt af meðlæti, ætli við náðum ekki að klára svona helminginn. Síðan var eftirréttur og fleira, ásamt heljarinnar uppvaski =)
Annars áttum við gott kvöld, grilluðum kjúlkingabringur og fullt af meðlæti, ætli við náðum ekki að klára svona helminginn. Síðan var eftirréttur og fleira, ásamt heljarinnar uppvaski =)
fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Fullt hús matar. Það er allt of mikið að mat í ísskapnum...kanski ekki allt of mikið, það verðu nú aldrei satt, ekki miðað við hvað ég ét :) nóg af mat, það er réttara. Við eigum góðan skammt af lassannja, smá af pizzu, síðan óeldaðar pyslur og eitthvað af kjúklingabringum...góðir dagar framundan. Enda ekki skrítið þ.s. það er ekki hægt að bjóða fólki í mat hérna. Það verður nú munur þegar við verðum komin í okkar eigin íbúð, en það er víst ekkert að gerast á næstu dögum :| en einhverntíman þó :)
Engin ummæli:
Engin ummæli:
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Þegar maður hefur fyrir því að vakna snemma og tékka á póstinum sínum þá geta kennarar ekki drullast til þess að senda manni póst ef þeir eru veikir. Sumir eru bara allt of miklir anti-nörd gæjar að það ætti ekki að leyfa svona mönnum að kenna...hehehehhehe, ég í vonu skapi því ég hafði fyrir því að vakna, veit ekki hvað maður er að eyða tíma í að mæta í tíma, gæti verið heima undir sæng. En hef þá smá tíma til að fara yfir verkefni og eitthvað dútl. Rosalega er þetta lyklaborð orðið þreytt hérna niðri tölvuveri, og meira að segja á svartri vél, þetta er eins og að pikka á gömlu ritvélarnar. Merkilegt nokk að krakkar í dag fá aldrei að pikka á ritvél, bara tölvulyklaborð. Ekki að það skipti neinu máli, ég efast um að pikk mitt hafi gert mig að betri manni =)
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
Loksins, loksins, loksins fór ég og fékk mér GSM númer. 89-SWANK, þ.s. okkur vantaði einnig símanúmer fyrir bandið þá var um að gera að nýta tækifærið. Fékki ekki Swank endingu hjá Tal þannig að ég fór í Landssímann. Komst reyndar að því að það var búið að opna gamla VS númerið mitt um leið og ég var búinn að kaupa nýtt. Ætlaði að reyna að setja númerinn af korinu inná símann, eins og hægt er í Ericsson, og fékk skilaboð þegar ég kveikti. En auðvitað var það ekki hægt á þessum fornaldar Nokia sem ég er með, hann má þó eiga það að hann er í sambandi hvar sem ég er staddur. Ender allt í lagi þótt ég gat ekki fært númerin á milli, var með næstum 150 númer og notaði líklega ekki helming af þeim :)
laugardagur, nóvember 09, 2002
Loksins fékk Bjözzi afmælispizzuna sína. Við fórum með litla barnið okkar[Bjözza] á Eldsmiðjuna og fengum okkur pizzur. Reyndar var nú fullmikil hreingerningarlykt og endaði með því að ég þurfti að ná í afgreiðslu, og hvítlausolían lyktaði eins og pestó, en ávallt fín. Síðan var langþráð tónlistaræfing...allt of margir dagar síðan síðast var æft. Gekk bara vel og prufuðum að taka upp á MBox-ið mitt og það gekk mjög vel þegar ég uppgötvaði hvort inpúttið hvar hvað. Nú er bara að taka upp nokkur koverdemó til að eiga, ætli við reynum ekki að fá að komast í dótið hjá Sólon þ.s. við erum ekki vel tækjum búnir enn sem komið er.
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Kíktum á Sellófón í HFN leikhúsinu með fullt af fólki, allar vinkonurar og kallarnir :) Fengum fullsaltaða súpu, meira að segja fyrir minn smekk, og brauð, ef brauð skyldi kalla, þetta voru svona einhverja mylsnur þannig að það þurfti að fara nokkrar ferðir með brauðkassann til að fá nægilegt magn. Fínasta sýning annars :)
þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Hvar er litli sjúklingurinn minn, ætla að vona að hún hafi komst aftur í vinnuna. Bína kom heim í dag alveg búinn á því, enn veik og gat ekki verið lengur í skólanum. Samt fór hún nú aftur á einhvern fund sem hún hélt að tæki stuttan tíma, en enn hef ég nú ekki heyrt frá henni...enda er slökkt á símanum hennar. Er að dunda mér á netinu, alltaf að skoða Swank síðuna og finna hvað þarf að laga :)
mánudagur, nóvember 04, 2002
Þvottadagur og surrvævor hjá Lilju og Tóta að vanda. Tóti meira að segja enn svo þreyttur eftir helgina að hann horfði með okkur :)
Þegar við komum út tóku þessi heljarinnar norðurljós á móti okkur, og þetta var bara ólýsanlegt, þau voru rosalega flott og rosalega stór, vona að enginn hafi misst af þeim, a.m.k. að einhver hafi náð að festa þau á filmu. Tóti gerði heiðarlega tilraun en efaðist um að þau næðust almennilega á heimavélina.
Þegar við komum út tóku þessi heljarinnar norðurljós á móti okkur, og þetta var bara ólýsanlegt, þau voru rosalega flott og rosalega stór, vona að enginn hafi misst af þeim, a.m.k. að einhver hafi náð að festa þau á filmu. Tóti gerði heiðarlega tilraun en efaðist um að þau næðust almennilega á heimavélina.
sunnudagur, nóvember 03, 2002
Villibráðahlaðborð hjá Kiwanisklúbbnum í gær og vá hvað ég er með mikinn hausverk. Enda ekki furða þegar neysla áfengis hófs fyrir hádegi og stóð í 14 tíma. Þetta var hinn fínast matur og tók ég á honum eins og maginn þoldi, og hann tók á móti miklu magni af kjöti. Eitthvað var að ölvun á staðnum eins og vera ber, en verst hvað þeir er stóðu á sviði voru fyllri en aðrir á staðnum. Tóti yfirgaf okkur og fór niðrí bæ að rokka, og var víst að einbeita sér að heilsunni í dag. Þetta er búinn að vera merkilega hægur dagur, held að það lýsi honum best, svona eins og að viltu vinna milljón hefði verið í gangi í allan dag, það gerist bara ekkert og tekur óendanlega langan tíma með endurteknum á ekki neinu. En ákvað að ég væri orðinn nógu stór til að taka verkjatöflu, verkunin á hausnum á mér er farin að verða til ama, þannig að nóttin ætti að vera góð =)
föstudagur, nóvember 01, 2002
"Logi, logi, logi, hvenær ætlaður að læra að það er ekki gott fyrir magann að fá þér Twister á kfc?"
Aldrei =)
Setti loksins í divex og nimo kóðana fyrir Bínu í ferðavélinna "hennar" og nú er sko mín orðin algjör tölvunörd...með friends diska í láni og sátt við að geta horft á í rúminu. Hún var ekkert á því að hætta til að horfa á sjónvarpið, það var miklu meira spennandi að horfa í tölvunni :)
Þvílík snilld, það er hægt að ná í persónal útgáfu af "Maya" á vefnum hjá þeim, þannig að maður getur leikið sér með þetta "sturlaða" tól, þarf að læra á það til að geta farið að leika mér að einhverju viti =)
Aldrei =)
Setti loksins í divex og nimo kóðana fyrir Bínu í ferðavélinna "hennar" og nú er sko mín orðin algjör tölvunörd...með friends diska í láni og sátt við að geta horft á í rúminu. Hún var ekkert á því að hætta til að horfa á sjónvarpið, það var miklu meira spennandi að horfa í tölvunni :)
Þvílík snilld, það er hægt að ná í persónal útgáfu af "Maya" á vefnum hjá þeim, þannig að maður getur leikið sér með þetta "sturlaða" tól, þarf að læra á það til að geta farið að leika mér að einhverju viti =)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)