miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Þegar maður hefur fyrir því að vakna snemma og tékka á póstinum sínum þá geta kennarar ekki drullast til þess að senda manni póst ef þeir eru veikir. Sumir eru bara allt of miklir anti-nörd gæjar að það ætti ekki að leyfa svona mönnum að kenna...hehehehhehe, ég í vonu skapi því ég hafði fyrir því að vakna, veit ekki hvað maður er að eyða tíma í að mæta í tíma, gæti verið heima undir sæng. En hef þá smá tíma til að fara yfir verkefni og eitthvað dútl. Rosalega er þetta lyklaborð orðið þreytt hérna niðri tölvuveri, og meira að segja á svartri vél, þetta er eins og að pikka á gömlu ritvélarnar. Merkilegt nokk að krakkar í dag fá aldrei að pikka á ritvél, bara tölvulyklaborð. Ekki að það skipti neinu máli, ég efast um að pikk mitt hafi gert mig að betri manni =)

Engin ummæli: