sunnudagur, nóvember 03, 2002

Villibráðahlaðborð hjá Kiwanisklúbbnum í gær og vá hvað ég er með mikinn hausverk. Enda ekki furða þegar neysla áfengis hófs fyrir hádegi og stóð í 14 tíma. Þetta var hinn fínast matur og tók ég á honum eins og maginn þoldi, og hann tók á móti miklu magni af kjöti. Eitthvað var að ölvun á staðnum eins og vera ber, en verst hvað þeir er stóðu á sviði voru fyllri en aðrir á staðnum. Tóti yfirgaf okkur og fór niðrí bæ að rokka, og var víst að einbeita sér að heilsunni í dag. Þetta er búinn að vera merkilega hægur dagur, held að það lýsi honum best, svona eins og að viltu vinna milljón hefði verið í gangi í allan dag, það gerist bara ekkert og tekur óendanlega langan tíma með endurteknum á ekki neinu. En ákvað að ég væri orðinn nógu stór til að taka verkjatöflu, verkunin á hausnum á mér er farin að verða til ama, þannig að nóttin ætti að vera góð =)

Engin ummæli: