laugardagur, nóvember 09, 2002

Loksins fékk Bjözzi afmælispizzuna sína. Við fórum með litla barnið okkar[Bjözza] á Eldsmiðjuna og fengum okkur pizzur. Reyndar var nú fullmikil hreingerningarlykt og endaði með því að ég þurfti að ná í afgreiðslu, og hvítlausolían lyktaði eins og pestó, en ávallt fín. Síðan var langþráð tónlistaræfing...allt of margir dagar síðan síðast var æft. Gekk bara vel og prufuðum að taka upp á MBox-ið mitt og það gekk mjög vel þegar ég uppgötvaði hvort inpúttið hvar hvað. Nú er bara að taka upp nokkur koverdemó til að eiga, ætli við reynum ekki að fá að komast í dótið hjá Sólon þ.s. við erum ekki vel tækjum búnir enn sem komið er.

Engin ummæli: