miðvikudagur, nóvember 20, 2002
Dreymdi að ég og Bína vorum á Seyðó, að fara að sofa f. utan húsið sem er fyrir neðan afleggjarann minn á Múlaveginum. Þar voru einhverjir spekúlantar og listamenn að ræða um eitthvað sem ég skildi enganveginn. Vaknaði um morguninn við mannaferðir og síðan var komin snjókoma, þá var komið þak yfir okkur. Pabbi var svo að tala um að hann hefði aldrei séð annað eins og þá fórum við á fætur. Þegar út var komið mátti sjá, engan snjó, lengst uppí himingeiminn, hvar reikistjörnur og plánetur þurstu um. Síðan fór sólin bakvið fjöllin en í rökkrinu var heilmikið að sjá, undarleg ljós, gerfihnetti og fleira. Gerfihnöttur virtist vera að lenda á þakinu en þá var það aðeins plastmódel. Svo virtist sem allir hlutir í gufuhvofi jarðar, og fleiri, væru að dragast að jörðinni og ég tók eftir að heljarinnar turn, ekki ósviðpaður Effelturninum, var að lenda í firðinum. Virtist sem vísindamenn í bandaríkjunum hefðu verið að reyna að afpóla jörðina, eða laga ózonlagið, sem varð til þess að allt fór til fjandans. Þá var bara að bíða og sjá hvort eitthvað lenti á manni?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli