mánudagur, nóvember 25, 2002

Fórum í bústað um helgina. Vorum 8 á föstudaginn og svo 13 í átta manna bústað. Það reddaðist nú allt og allir fengu rúm á endanum :) Allt var þetta hin fínasta ferð, mikil afslöppun, mikið borðað, mínigólf, heiti pottur, ísköld ógeðslega skítug sundlaug[sem auðvitað allir karlmenn þurfu að koma sér vel fyrir í :)], fínasta veður, Actionarý, engin PS2 :@, þannig að þetta var allt mjög gott.
Þegar við komum svo í bæinn í gær nenntum við ekki að elda og fórum á MacDonónal...ekki oft sem við förum þangað saman, en ætluðum bara að fá okkur franskar, sem breyttus auðvitað í aðeins meira. Fórum síðan í HFN að skoða teikningar að íbúðum í HFN sem við erum ekki alveg 100% ánægð með, enda voru þær tilbúnar snemma á næsta ári sem aðeins og snemmt fyrir innkaup. Til að fullkoma letina fórum við á Harry Potter 2 með Monsa, Ástu og Lilju. Fínasta mynd, þó ég hefði alveg viljað sleppa þessum ofur-væmnisendi :)

Engin ummæli: