mánudagur, nóvember 04, 2002

Þvottadagur og surrvævor hjá Lilju og Tóta að vanda. Tóti meira að segja enn svo þreyttur eftir helgina að hann horfði með okkur :)
Þegar við komum út tóku þessi heljarinnar norðurljós á móti okkur, og þetta var bara ólýsanlegt, þau voru rosalega flott og rosalega stór, vona að enginn hafi misst af þeim, a.m.k. að einhver hafi náð að festa þau á filmu. Tóti gerði heiðarlega tilraun en efaðist um að þau næðust almennilega á heimavélina.

Engin ummæli: